Kristín og Jóhann keyptu næturklúbb og breyttu í einstaka eign – Sjáðu myndirnar

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Hjónin, Kristín Ólafsdóttir, þjónustu- og upplifunarstjóri Þjóðleikhússins, og Jóhann Gunnar Arnarsson, dansari og dómari í Allir geta dansað, hafa sett íbúð sína við Dalbrekku í Kópavogi á sölu.

Íbúðin er 188,5 fm á 2. Hæð í húsi sem byggt var 1984. Íbúðin samanstendur af stofu, borðstofu og eldhúsi í 100 fm opny rými, hjónaherbergi með fataherbergi, og baðherbergi. Bílskúrnum hefur verið breytt í tvö 17 fm svefnherbergi, annað er nýtt sem svefnherbergi og hitt sem geymsla. Enda þarf húsbóndinn nóg pláss fyrir glitrandi skóna og glimmer jakkana.

„Kæru vinir, já það er komið að þessu, við erum búin að setja fallegu íbúðina okkar á sölu. Hér er hátt til lofts og vítt til veggja og dásamlegt að vera. Vegir liggja hér til allra átta og stutt í alla verslun og þjónustu. Ævintýrin halda áfram,“ segir Jóhann Gunnar um íbúð þeirra hjóna í færslu á Facebook.

Íbúðin er í New York Loft stíl með 3,2 metra lofthæð. Íris Björk Jónsdóttir, sem kennd var við GK, en hannar nú skartgripi undir Vera Design, var fengin til að hanna íbúðina á sínum tíma fyrir vinahóp, sem vildu eiga athvarf saman. Næturklúbbi vinahópsins breyttu Kristín og Jóhann Gunnar síðan í einstaka íbúð.

Mynd / fasteignaljosmyndun.is

Mynd / fasteignaljosmyndun.is

Mynd / fasteignaljosmyndun.is

Nánari upplýsingar um eignina má finna hér.

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 
- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira

­Ísold og Una Lind eiga von á barni

Parið Ísold Ugga­dóttir, kvik­mynda­gerðar­kona, og Una Lind Hauks­dóttir, mannfræðingur, eiga von á barni. Parið tilkynnti gleðitíðingin í...

Nýtt í dag

Í fréttum er þetta helst...

Mest lesið í vikunni

- Auglýsing -