Kristín Sif fékk einstaka mynd: Orðlaus af þakklæti

Deila

- Auglýsing -

Krist­ín Sif Björg­vins­dótt­ir, út­varps­kona á K100, hne­fa­leika­kona og cross­fitt­ari, segir frá einstakri mynd sem hún fékk, í færslu á Instagram.

 

Um er að ræða málverk af Kristínu Sif, sem Guillermo Gonvar málaði. Hann er búsettur í Seattle í Bandaríkjunum og er fylgjandi Kristínar Sifjar á Instagram.

„Orðlaus. Fékk mynd af þessu einstaka málverki eftir Gonvar í dag. Mér finnst ég njóta forréttinda, og er full af auðmýkt og þakklæti. Takk fyrir Guillermo, málverkið er fallegt.“

Fyrirmyndin er forsíðumynd Vikunnar, tekin af Hákon Davíð Björnssyni. Myndin var tekin þegar Kristín Sif var í forsíðuviðtali Vikunnar 24. apríl 2019.

Mynd / Hákon Davíð Björnsson

 

- Advertisement -

Athugasemdir