Kristín Sif og Aaron giftu sig og létu ekki vita: „Lífið er svo fljótt að líða“

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Kristín Sif Björgvinsdóttir, útvarpskona á K100 og hnefaleikadrottning, gerði félaga sína í Ísland vaknar, þá Ásgeir Pál og Jón Axel kjaftstopp í þættinum í morgun.

Þríeykið var að ræða brúðkaup og þar sem Kristín Sif er með kærasta barst umræðan fljótlega að því hvort og hvenær þau ætluðu að gifta sig.

Aaron Hazen Alexander Kaufman heitir kærasti Kristínar Sifjar og er hann frá Bandaríkjunum en tæpt ár er síðan þau opinberuðu samband sitt á samfélagsmiðlum.

„Það hlýtur nú að fara að koma að því,“ sagði Kristín þegar strákarnir spurðu. Jón Axel sagðist viss um að brúðkaup yrði eitthvað ævintýralegt, eins og á seglbretti, í boxhring eða á strönd.

„En bara hjá sýslumanni?“ spurði Kristín og sagði Jón Axel þá: „Nei það ert ekki þú.“

„Ég er búin að gera það,“ svaraðir Kristín þá og upplýsti orðlausa félaga sína um að þau Aaron hefðu gift sig síðasta sumar.

„Já ég er búin að gifta mig. Við hugsuðum þetta bara svona. Lífið er svo fljótt að líða og af hverju að bíða? Af hverju ef okkur langar að gera það, að þá bara gerum við það. Svo ætlum við bara að halda partí þegar það má,“ sagði Kristín.

„Þetta var ekkert leyndarmál, ég var bara ekkert að segja það út um allt. Við ákváðum að gera þetta og síðan ákváðum við bara að gera eitthvað meira úr þessu seinna.”

Hlusta má á umræðuna um brúðkaup í heild sinni hér. 

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 
- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira

­Ísold og Una Lind eiga von á barni

Parið Ísold Ugga­dóttir, kvik­mynda­gerðar­kona, og Una Lind Hauks­dóttir, mannfræðingur, eiga von á barni. Parið tilkynnti gleðitíðingin í...

Nýtt í dag

Í fréttum er þetta helst...

Mest lesið í vikunni

- Auglýsing -