• Orðrómur

Kristín Soffía fer frá Reykjavíkurborg: Ráðin framkvæmdastjóri Icelandic Startups

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Kristín Soffía Jónsdóttir, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar, hefur verið ráðin framkvæmdastjóri Icelandic Startups og hefur störf í sumar. Kristín Soffía lýkur þar með 11 ára starfi fyrir Reykjavíkurborg.

„Eftir frábær 11 ár í borginni hef ég ákveðið á sigla á önnur mið og tek í sumar við sem framkvæmdastjóri Icelandic Startups. Ég er virkilega þakklát fyrir þetta tækifæri og full tilhlökkunar. Ég hef lært svo margt og skemmt mér svo vel á þessum rúma áratug sem ég hef helgað borgarmálum og get ég alveg mælt með þeim starfvettvangi,” segir Kristín Soffía í færslu á Facebook.

„Í dag er nýsköpun ekki bara spennandi og skemmtileg, hún er nauðsynleg til að skapa hér störf og græna framtíð og ég er tilbúin að leggja mitt að mörkum. Næst á dagskrá er að hitta verðandi samstarfsfólk og undirbúa þessar breytingar.“

- Auglýsing -

Kristín Soffía hefur verið borgarfulltrúi í Reykjavík fyrir Samfylkinguna frá árinu 2014, stjórnarformaður Faxaflóahafna frá árinu 2014 og var varaborgarfulltrúi á árunum 2010-2014. Hún er með BS próf í umhverfisverkfræði.

Icelandic startups er í eigu Origo, Háskóla Íslands, Háskólans í Reykjavík, Samtaka iðnaðarins og Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins. Fyrirtækið veitir frumkvöðlum og sprotafyrirtækjum á Íslandi stuðning og stendur að viðskiptahraðlinum Startup Supernova sem er stökkpallur fyrir sprotafyrirtæki. Fyrirtækið sér einnig um að skipuleggja nýsköpunarverkefnin Gulleggið, Til sjávar og veita, Startup orkidea, Snjallræði, Hringiðu og Firestarter.

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 
- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira

Spánverjar kunna að njóta lífsins

Snæfríður Ingadóttir, blaðamaður og ferðabókahöfundur, hefur iðulega leyft ævintýraþránni að ráða þegar kemur að ferðalögum og búsetuskiptum....

Gríma og Skúli eiga von á öðru barni

Gríma Björg Thor­ar­en­sen, inn­an­húss­hönnuður, og Skúli Mo­gensen, fyrr­ver­andi for­stjóri WOW Air, eiga von á barni í september.„Litli...

Nýtt í dag

Í fréttum er þetta helst...

Mest lesið í vikunni

- Auglýsing -