• Orðrómur

Kristján Hrannar með nýstárlegan viðburð: Daft Punk aðdáendur ekki missa af

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Í kvöld kl. 20 gefst tónlistarunnendum einstakt tækifæri til að hlusta á plötuna Discovery endurútsetta fyrir orgel, þar sem organistinn Kristján Hrannar Pálsson leikur plötuna í gegn, lag fyrir lag, á kirkjuorgel Laugarneskirkju.

Kristján Hrannar Pálsson
Mynd / Aðsend

Platan Discovery með franska rafdúóinu Daft Punk er án vafa ein áhrifamesta poppplata síðustu áratuga. Hún kom út árið 2001 og fagnar því 20 ára afmæli á árinu. Hljómsveitin er þekkt fyrir einstaklega vel smíðaðar arpeggíur og hljóðsömpl og má kalla plötuna eitt helsta flaggskip sveitarinnar á löngum og farsælum ferli.

- Auglýsing -

Daft Punk hætti í lok árs 2020 og því er við hæfi að staldra við og heiðra sveitina, plötuna og stefnuna. Franskt rafpopp er einstakt á heimsvísu en sé litið nær má greina sterk áhrif úr orgeltónlist Frakka, en orgelið er jú kallað afi hljóðsynthans. Daft Punk aðdáendur mega alls ekki missa af þessum viðburði.

- Auglýsing -

Frekari upplýsingar má finna hér. 

 

Veistu meira um málið?

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 
- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira

Sigurjón og skyr slá í gegn í nýrri herferð

Sigurjón Kjartansson framleiðandi með meiru fer með aðalhlutverkið í nýrri auglýsingu bandaríska skyrframleiðandans Icelandic Provisions. Aug­lýs­ing­in er...

Nýtt í dag

Í fréttum er þetta helst...

Mest lesið í vikunni

- Auglýsing -