• Orðrómur

La Traviata fyrsta óperan í Hofi

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Það eru gleðifréttir fyrir marga óperuunnendur að óperan La Traviata eftir Verdi verður sýnd í Menningarhúsinu Hofi 13. nóvember 2021. Óperan sem hætti fyrir fullu húsi vorið 2019 verður tekin upp og sýnd aftur í Eldborg í haust og í Hofi helgina eftir.

Samkvæmt Þorvaldi Bjarna Þorvaldssyni tónlistarstjóra Menningarfélags Akureyrar er þetta í fyrsta sinn sem óperusýning er flutt í Hofi. „Hof er alvöru nútíma sviðslistahús og fullkomið fyrir flutning á óperum, ballet, söngleikjum og tónleikum af öllum stærðum og gerðum. Og í nóvember verður þar óperulist í hæsta gæðaflokki,“ segir Þorvaldur Bjarni spenntur.

Mynd / Aðsend

- Auglýsing -

Aðalhlutverkið verður sem fyrr sungið af Herdísi Önnu Jónasdóttur sem fékk frábæra dóma og Grímuverðlaunin sem söngvari ársins fyrir túlkun sína á hlutverki Víólettu.

Óperan fékk frábærar viðtökur áhorfenda og gagnrýnenda innanlands og erlendis en hún fjallar um lífsgleðina, frelsið og forboðna ást og er í þremur þáttum. Óperan var frumflutt í Feneyjum 6. mars árið 1853 og textinn sem er eftir Francesco Maria Piave er byggður á leikgerð skáldsögunnar Kamelíufrúin eftir Alexandre Dumas. Óperan hét upphaflega Violetta eftir aðalpersónunni og þykir ein sú allra fallegasta sem samin hefur verið.

- Auglýsing -

Mynd / Aðsend

Mynd / Aðsend

Þetta mun verða í fyrsta sinn sem Íslenska óperan og Menningarfélag Akureyrar stofna til formlegs samstarfs varðandi óperuuppfærslur. Sinfóníuhljómsveit Norðurlands mun sjá um hljómsveitarleik á öllum sýningunum undir stjórn Bjarna Frímanns Bjarnasonar tónlistarstjóra Íslensku óperunnar.

- Auglýsing -

 

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 
- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira

Spánverjar kunna að njóta lífsins

Snæfríður Ingadóttir, blaðamaður og ferðabókahöfundur, hefur iðulega leyft ævintýraþránni að ráða þegar kemur að ferðalögum og búsetuskiptum....

Gríma og Skúli eiga von á öðru barni

Gríma Björg Thor­ar­en­sen, inn­an­húss­hönnuður, og Skúli Mo­gensen, fyrr­ver­andi for­stjóri WOW Air, eiga von á barni í september.„Litli...

Nýtt í dag

Í fréttum er þetta helst...

Mest lesið í vikunni

- Auglýsing -