2019 | Birtingur útgáfufélag ehf | k.t. 620867-0129 | VSK.nr 11788 | Síðumúla 28 | Allur réttur áskilinn. Notkun á efni miðilsins er óheimil án samþykkis.

  Langar þig að eignast treyju Björgvins Páls

  Sturlaugur Haraldsson og Ivan Elí Du Teitsson standa að vefsíðunni CharityShirts.is þar sem íþróttamenn gefa eigin treyjur til styrktar góðu málefni. Ein treyja er í boði í einu, viðkomandi leikmaður velur sér góðgerðarfélag og rennur allur ágóði til þess félags.

   

  Nú stendur yfir uppboð á treyju Björgvins Páls Gústavssonar, handknattleiksmanns, en dregið er kl. 19 á morgun, mánudaginn 29. júní, „live“ á Facebook-síðu Charity Shirts.

  Viðkomandi leikmaður velur sér góðgerðarfélag og rennur allur ágóði af hans treyju til þess félags, en ágóðinn af sölu treyju Björgvins Páls rennur til Samferða, góðgerðarsamtaka.

  Nýr leikur hefst svo þegar búið er að draga hver hlýtur treyju Björgvins Páls og stendur í tvær vikur. Þeir sem vilja eignast treyjuna kaupa lottómiða, einn miði kostar 1.000 kr. og fær viðkomandi tölvupóst með sínu lukkunúmeri/um.

  AUGLÝSING


  Á meðal þeirra sem þegar hafa gefið treyju og völdu sér góðargerðarfélag eru Andri Rúnar Bjarnason (Parkinsonsamtökin), Aron Jóhannsson (Barnaspítali Hringsins), Kári Árnason (Barnaspítali Hringsins), Rúnar Alex Rúnarsson (Styrktarfélag krabbameinssjúkra barna), og Sif Atladóttir (Krabbameinsfélag Íslands).

  Fylgjast má með CharityShirts bæði á heimasíðu og Facebook-síðu þeirra.

   

  Lestu meira

  Annað áhugavert efni

  Nýjast á Mannlíf.is

  Nýjast á Gestgjafanum