- Auglýsing -
Larry King sjónvarpsmaður er látinn, 87 ára að aldri. Greint var frá andláti hans á Twitter reikningi hans, en King lést á Cedars-Sinai spítalanum í Los Angeles.
King var margverðlaunaður á 63 ára ferli hans sem útvarps- og sjónvarpsmaður.
— Larry King (@kingsthings) January 23, 2021
CNN greinir frá því að King hafi glímt við COVID-19, dánarorsök hans hefur þó ekki verið staðfest. 2017 greindist hann með lungnakrabba og 1987 fékk hann hjartaáfall.