Le Temps velur bækur Arnaldar og Lilju meðal þeirra bestu

Deila

- Auglýsing -

Le Temps svissneska/franska dagblaðið hefur valið 30 bestu evrópsku krimmana frá árinu 1980 til dagsins í dag. Og við Íslendingar getum verið kátir því við eigum tvo fulltrúa á listanum. Bók Arnalds Indriðasonar, Mýrin, og bók Lilju Sigurðardóttur, Búrið, eru þarna á meðal jafningja.

 

Á meðal annarra höfunda á listanum má nefna Henning Mankell (The Dogs of Riga/Hundarnir í Ríga), Stieg Larsson (The Girl With the Dragon Tattoo/Karlar sem hata konur), Jo Nesbø (The Son/Sonurinn), Emelie Schepp (Slowly We Die/Illvirki) og Pierre Lemaitre (Alex).

 

- Advertisement -

Athugasemdir