Leit stendur yfir að Naya Rivera

Deila

- Auglýsing -

Leit stendur nú yfir að leikkonunni Naya Rivera í Piru-vatni í Kaliforníu í Bandaríkjunum. Fjögurra ára sonur hennar fannst einn um borð í bát á vatninu, og er óttast um afdrif Rivera. Björgunarvesti hennar fannst í bátnum en sonur hennar var í vesti.

 

Leit hófst í gær en var hætt vegna myrkurs, en áætlað að hún hefjist aftur í dag að fimmtudagsmorgni, klukkan 13 að íslenskum tíma.

Rivera er þekktust fyrir hlutverk sitt sem klappstýran Santana Lopez í sjónvarpsþáttunum Glee, sem nutu vinsælda vestanhafs og hér heima, en hún lék í 113 þáttum samtals.

Naya leigði bát í skemmtisiglingu fyrir sig og soninn, er hann sagður hafa sagt viðbragðsaðilum að móðir hans hafi farið að synda og ekki náð til baka í bátinn. Eric Buschow, lögreglustjóri Ventura-sýslu, greindi frá því á blaðamannafundi að allt bendi til að Rivera hafi drukknað af slysförum.

 

- Advertisement -

Athugasemdir