Leitin að ástinni er þyrnum stráð – Hvernig gengur hjá þér 2020?

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Leitin að sálufélaganum getur verið þyrnum stráð, hvað þá í heimsfaraldri þegar ekki er hægt að hittast innan 2 metra, knúsast, kynnast og kela. Einhleypir, sem aðrir, hafa verið innilokaðir mest allt árið og netnotkun margfaldast og hinar ýmsu vefsíður og öpp fyrir einhleypa vinsælli en nokkurn tíma áður.

Bumble, sem er app fyrir einhleypa, heiðrar árið 2020 í nýrri auglýsingu sem breska leikkonan Helena Bonham Carter leikur í. Af mörgum hlutverkum er hún meðal annars þekkt fyrir myndirnar um Harry Potter og Fight Club og sjónvarpsþættina The Crown.

Auglýsingin, sem er 90 sekúndur, bendir réttilega á að árið 2020 hefur verið hræðilegt ár fyrir einhleypa, sem leita að ástinni og þá sem vilja deita. Í henni sýnir Bonham Carter fulla samúð með þrautseigju einhleypra þar sem hún fylgir sögupersónunni sem fær eilífar spurningar um ástarlífið, bornar upp í jólaboðum með fjölskyldunni og fer á nokkur hræðileg stefnumót.

Konur eru markhópur Bumble appsins og samkvæmt rannsókn segir einn af hverjum tíu notendum að hann finni fyrir pressu frá fjölskyldu og vinum að vera í sambandi á þessum árstíma, jólum og áramótum.

„Okkur langaði til að gera mynd sem gæfi innsýn í líf ungra kvenna og talaði til þeirra á þessu erfiða ári, sem hefur verið sérstaklega erfitt einhleypum,“ segir Cali Oliver, listrænn stjórnandi hjá framleiðandanum The Brooklyn Brothers.

Hér eru ekki alveg 2 metrar á milli

Leitin að ástinni hefur mátt sæta miklum hömlum í ár.

„Með því að sýna raunveruleikann og hlæja að þeim hindrunum sem einhleypir hafa þurft að horfast í augu við vonumst við til að létta aðeins á þeirri pressu sem einhleypir finna fyrir að vera í sambandi á þessum árstíma og látum þá finna fyrir bjartsýni vegna „hins nýja norms“ stefnumóta.“

Rannsókn Bumble leiddi einnig í ljós að 71% einhleypra telja að stefnumótalíf þeirra hafi orðið fyrir verulegum áhrifum árið 2020. Af þeim sem þegar voru byrjuð að fara á stefnumót þegar árið skall á, segist helmingur þeirra ekki treysta sér til að fara á stefnumót vegna hinna ýmsu ráðstafana sem settar hafa verið vegna COVID-19.

Það hefur reynst sérstaklega erfitt að finna þann eina rétta/einu réttu í ár

Naomi Walkland, framkvæmdastjóri markaðssviðs Bumble hjá EMEA, segir: „2020 setti stefnumótamenninguna á hvolf og við erum hrifin af hversu hugmyndaríkir notendur Bumble hafa verið á árinu við notkun appsins.“

„Herferðin fagnar þessum ófullkomnu augnablikum og margvíslegu leiðum sem einhleypir hafa lært og nota í nýjum veruleika stefnumótamenningar, bæði á netinu og í raunveruleikanum. Nú þegar árinu er að ljúka, þá er þetta áminning um að við höfum öll gert okkar besta og það er aldrei of seint að taka fyrsta skrefið.“

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 
- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira

Hannes og Karen Ósk nýtt par

Hann­es Stein­dórs­son, fast­eigna­sali og einn eigenda Lind fast­eigna­sölu og Karen Ósk Þorsteinsdóttir, flugfreyja og naglasérfræðingur, eru nýtt...

Nýtt í dag

Í fréttum er þetta helst...

Mest lesið í vikunni

- Auglýsing -