Leitin hafin: Langar þig að feta í fótspor þeirra?

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Fegurðarsamkeppnin Miss Universe Iceland fer fram í sjötta sinn hér á landi í haust og er búið að opna fyrir skráningar. Opið er fyrir þátttöku út mars. Aldurstakmarkið í keppnina er 18-28 ára og allir áhugasamir umsækjendur geta sent póst á [email protected] eða leitað upplýsinga á vefslóð keppninnar.

Hópurinn sem tekur þátt í Miss Universe Iceland 2021 verður valinn eftir páska og byrjar æfingaferlið í sumar. „Þá byrjar svona viðtalsferli og svo veljum við hópinn einhvern tímann eftir páska og svo byrjar þetta í sumar og þetta verður allt sumarið og keppnin væntanlega í haust aftur, það er ekki komin nein dagsetning, maður þorir auðvitað ekki að plana neitt of langt,“ segir Manúela Ósk Harðardóttir, eigandi keppningar hér á landi, ásamt Jorge Esteban, í viðtali við Helgarútgáfuna á K100 sem er alla laugardaga frá 09 til 12.

Elísabet Hulda Snorradóttir vann keppnina í fyrra og mun taka þátt í Miss Universe í Bandaríkjunum 16. Maí, en ekki er vitað með hvaða hætti keppnin verður haldin vegna takmarkana sem í gildi eru vegna COVID-19.

„Ég veit ekki hvernig þeir ætla að koma, ég meina nú eru landamæri Bandaríkjanna lokuð er það ekki? Þannig að ég veit ekkert hvernig þeir ætla að finna út úr því, en það er bara svo gott út af því að það er búin að vera svo mikil óvissa, skiljanlega, með þetta allt saman að það er gott að fá staðfesta dagsetningu og hafa eitthvað að stefna að. Nú höfum við þrjá mánuði og þá er hún að fara út, það er bara ótrúlega mikilvægt,” segir Manúela.

Miss Universe á stærð við Eurovision

Manúela svarar aðspurð að aðalkeppni Miss Universe sé álíka stór viðburður og Eurovision.

„Ég man ekki hvað það eru margir sem horfa um allan heim en þetta er alveg „huge“ viðburður bara eins og Eurovision. Við höfum ekki verið í sjónvarpi eftir að ég kom með Miss Universe til Íslands en við höfum verið í „live“ streymi á Vísi og það er að fá rosalega gott áhorf þannig að það er mikill áhugi fyrir þessu.”

Hildur María Leifsdóttir vann keppnina 2016.

 

View this post on Instagram

 

A post shared by Hildur Maria (@hildurmariaa)

Arna Ýr Jónsdóttir vann keppnina 2017.

Arna Ýr Mynd / Skjáskot Instagram

Katrín Lea Elenudóttir vann keppnina 2018.

Birta Abiba Þórhallsdóttir vann keppnina 2019.

 

View this post on Instagram

 

A post shared by Birdie (@birta.abiba)

Elísabet Hulda Snorradóttir vann keppnina 2020.

 

View this post on Instagram

 

A post shared by Elísabet (@elisabet_hulda)

 

 

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 
- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira

­Ísold og Una Lind eiga von á barni

Parið Ísold Ugga­dóttir, kvik­mynda­gerðar­kona, og Una Lind Hauks­dóttir, mannfræðingur, eiga von á barni. Parið tilkynnti gleðitíðingin í...

Nýtt í dag

­Ísold og Una Lind eiga von á barni

Parið Ísold Ugga­dóttir, kvik­mynda­gerðar­kona, og Una Lind Hauks­dóttir, mannfræðingur, eiga von á barni. Parið tilkynnti gleðitíðingin í...

Í fréttum er þetta helst...

Mest lesið í vikunni

- Auglýsing -