Lífið verður yndislegt á Sjálandi um verslunarmannahelgina

Deila

- Auglýsing -

Um Verslunarannahelgina blæs veitingastaðurinn Sjáland í Garðabæ til nokkurskonar innihátíðar en eins og alþjóð veit þá hefur allt stórhátíðarhald verið blásið af vegna veirunnar og því lýkur á því að margir haldi kyrru fyrir í borginni.

Tónleikasalur Sjálands tekur um 180 gesti í sæti þar sem þeir geta setið við borð og notið tónlistarinnar og frá opnun hefur staðurinn boðið upp á dagskrá sem kölluð er Söngbók Sjálands. Þar hefur verið boðið upp á vandaðan tónlistarflutning í fallegum salarkynnum, en úr salnum er útsýni yfir allan Arnarnesfjörðinn yfir að Snæfellsnesi.

Dóra Júlía

Dj Dóra Júlía opnar verslunarmannahelgina með „Bröns Beat“ þar sem hún leikur fyrir hádegisgesti undir berum himni og er dagskráin opin öllum.

Eyþór Ingi

Fyrstu tónleikarnir inni í tónleikasalnum verða á föstudagskvöldið og það er Eyþór Ingi sem ríður á vaðið með allar sínar bestu hliðar. Tónlistin, sögurnar, grínið, eftirhermurnar og allt draslið. Hreint ótrúlegt hvað drengurinn er fjölhæfur og hann sameinar nánast öll form skemmtunar á einni kvöldstund.

Jónas Sig

Jónas Sig heldur einlæga en öfluga tónleika á laugardagskvöldið, 1. ágúst. Jónas kemur fram ásamt Ómari Guðjónssyni heimamanni í Garðabæ og tætir í gegnum sín þekktustu lög eins og honum einum er lagið. Jónas er án efa einn magnaðisti tónlistarmaður sinnar kynslóðar hér á Íslandi og eru bæði lögin og textarnir hans til vitnis um það.

Hreimur og Land og synir

Á sunnudagskvöldið verður svo inni-brekkusöngur á sterum þar sem Hreimur Örn Heimisson kemur með hljómsveit og leikur öll sín vinsælustu lög og þau eru ekki fá. Fyrir utan gríðarlegt magn af topplögum hljómsveitarinnar Lands og Sona á Hreimur nokkur vinsælustu Þjóðhátíðarlög síðustu ára og þar á meðal er móðir allra þjóðhátíðarlaga „Lífið ef yndislegt.“ Þannig verður ferill Hreims gerður upp á þessum stemningstónleikum sem spannar 23 ár.

Tjaldaðu heima um Verslunarmannahelgina, kauptu miða, fáðu þér sæti, drykk á borðið og njóttu þess besta sem íslensk tónlist hefur upp á að bjóða.

 

 

 

 

 

 

- Advertisement -

Athugasemdir