Lína Birgitta og Gummi flutt saman: „Gummi minn er algjört gull“

Deila

- Auglýsing -

Parið Lína Birgitta Sigurðardóttir, athafnakona, og Guðmundur Birkir Pálmason, kírópraktor, eru flutt inn saman.

Lína Birgitta greinir frá á Instagram og segir að nú sé það skjalfest og staðfest: „Ekki það að við séum ekki búin að vera saman uppá dag en núna er það skjalfest og staðfest.“

View this post on Instagram

Þá eru þessi flutt inn saman! Ekki það að við séum ekki búin að vera saman uppá dag en núna er það skjalfest og staðfest 👩‍❤️‍👨 Ég skrifaði hér á Instagram fyrir pínu síðan “ég er ekki frá því að ég haldi mér við þennan, allavegana í einhvern smá tíma”, ætli ég haldi mig ekki við hann enn lengur núna 🤷‍♀️ Gummi minn er algjört gull, endalaust þolinmóður við mig, tjáir tilfiningarnar sínar (já hann á skilið bikar fyrir það 🏆), hann er sjúklega metnaðarfullur, duglegur og ég lít mikið upp til hans 👏 En svo koma tímar þar sem ég þoli hann ekki, en það er svo rosalega sjaldan að það sleppur 🤷‍♀️ Annars vona ég að þið séuð að eiga fínasta dag og séuð glöð 🤍

A post shared by Lína Birgitta (@linabirgittasig) on

Lína Birgitta rifjar upp að fyrir einhverju síðan skrifaði hún á Instagram: „ég er ekki frá því að ég haldi mér við þennan, allavegana í einhvern smá tíma,“ og bætir við: „ætli ég haldi mig ekki við hann enn lengur núna. Gummi minn er algjört gull, endalaust þolinmóður við mig, tjáir tilfinningarnar sínar (já hann á skilið bikar fyrir það), hann er sjúklega metnaðarfullur, duglegur og ég lít mikið upp til hans. En svo koma tímar þar sem ég þoli hann ekki, en það er svo rosalega sjaldan að það sleppur.“

Séð og Heyrt óskar parinu til hamingju.

 

- Advertisement -

Athugasemdir