2019 | Birtingur útgáfufélag ehf | k.t. 620867-0129 | VSK.nr 11788 | Síðumúla 28 | Allur réttur áskilinn. Notkun á efni miðilsins er óheimil án samþykkis.

  Listhópar Hins Hússins og Götuleikhúsið bjóða upp á menningarveislu í miðbænum

  Það verður heljarinnar fjör í miðbæ Reykjavíkur á morgun, föstudaginn 26. júní þegar Listhópar Hins Hússins og Götuleikhúsið sýna brot úr verkum sínum. Tónlist, gjörningar, sirkus, dans og gleði í hámarki!

   

  Fram koma:

  SKÓLAVÖRÐUHOLT / HALLGRÍMSKIRKJA

  Bjarni Már Ingólfsson gítarleikari kemur fram og spilar frjálsan spuna í EINLEIK Á RAFGÍTAR

  AUGLÝSING


  KÁRATORG

  Snæfríður Blær Tindsdóttir í GÆÐI FREKAR EN MAGN sýnir afraksturinn en hún hefur handsaumað texta í notaða boli sem eiga að vekja athygli á umhverfismálum tískuheimsins

  LAUGAVEGUR 33

  Tónlistarkonan Annalísa verður með hljóðinnsetningu. Komdu og hlustaðu á EP í vinnslu!

  LAUGAVEGUR 33

  Erna Mist í BORGARSVIPUR myndgerir borgarlífið með því að smyrja olíu á striga

  LAUGAVEGUR 33b

  Svava Þorsteinsdóttir i HUGARHEIMILI ÓKUNNUGRA er með innsetningu sem gefur innsýn inn í hugmynd ókunnugra um fallegri heim og gefur fólki jafnframt tækifæri til að mynda sínar eigin hugmyndir

  LAUGAVEGUR 33b

  BLÁÞRÆÐIR- þeir Hrafnkell Tumi Georgsson og Kári Haraldsson munu skapa þrívið módel úr vatnslitamyndum fyrir video verk.  Hægt er að fylgjast með og eða taka þátt í ferlinu

  LAUGAVEGUR 11

  Gjörningahópurinn ÓMLEIKUR verður með Thunder þakkir

  LAUGAVEGUR 6

  HVAÐ ER ÉG AÐ GERA – Eyrún Andrésdóttir býður þig velkomin/n að njóta og hafa gaman. Ef að þú ert ekki í stuði til þess að njóta eru allar kvartanir velkomnar líka. Það verður bók þar sem að hægt er að lesa fáránlegar staðreyndir um megrunar menningu heimsins ásamt auðum síðum þar sem að þú getur skilið eftir þínar kvartanir

  BANKASTRÆTI 14 /HJÁ SUBWAY

  Viktoría Söring í THE CURIOUS CASE OF MYRTLE MARTINGALE mun dreifa kynningarefni um tilkomu á nýju skrímsla skemmtiferðaskipi! The Curious Case of Myrtle Martingale.

  LÆKJARTORG

  Það má búast við allskonar sprelli, svo sem drama-,  skemmti-, og áhættuatriðum hjá SIRKUS UNGA FÓLKSINS. Þau einbeita sér að því að skapa flæði milli atriða og mynda þannig heild

  AUSTURSTRÆTI

  Listahópurinn SPAGHETTI SQUASH – Árni Dagur Arason og Ómar Smári Sigurgeirsson, ætla að sýna nokkur lög af væntanlegri plötu þeirra og teiknimyndaheim

  AÐALSTRÆTI 2 OG ÞAR UM KRING

  Ölli og Villi í verkefninu NOKKRAR GÓÐAR KVEIKJUR bjóða upp á kaffi og kveikjur. Þeir vilja auka listsköpun og skapandi hugsun í Reykjavík og bjóða því upp á kveikjur og kaffi fyrir alla sem hafa áhuga á. Kósí stemning og hlý orka

  Í KVOSINNI

  Aron Bjarkling og Steinn Logi Björnsson í ÚTIEFNI verða á ferðinni með kerru, hægt er að hugsa hana sem lest þar sem hægt er hoppa um borð á nokkrum stöðum nálægt hvor öðrum. Fólk kemur og tekur þátt í því sem er í gangi. Málar og chillar. Útkoman er heimild af verkinu sem verður til með þessum „gjörningi“

  LISTASAFN ÍSLANDS

  BORGARBLÓMIN er tónlistarhópur sem samanstendur af þremur klassískum tónlistarkonum, þeim Mörtu Friðriksdóttur (sópran), Ólínu Ákadóttur (píanóleikara) og Þórhildi Steinunni Kristinsdóttur (mezzo-sópran) þær flytja nokkur vel valin og falleg lög fyrir áheyrendur

  FRÍKIRKJAN Í REYKJAVÍK

  Ása Ólafsdóttir í ASALAUS mun flytja tónlist sem hún hefur verið að vinna í síðustu vikur. Hún mun aðallega spila á orgel og gítar

  Verkefnið Ειρηνη samanstendur af sellókeikaranum Eir Ólafsdóttur og sellói. Þau munu sýna tilraunastarfsemi sem farið hefur fram síðustu vikur og spila lög í eigin útsetningum

  ARNARHÓLL

  Höfuðskepna er eldblástursgjörningur í boði GÖTULEIKHÚS HINS HÚSSINS, sjáum hólinn loga

  MIÐBORGIN HÉR OG ÞAR – KVIKMYNDAGERÐAMAÐURINN

  Gunnar Freyr Ragnarsson verður á vappinu að mynda.

  Hitthusid.is

  Listhópar Hins Hússins á Facebook og Instagram

  Götuleikhúsið á Facebook og Instagram

  Lestu meira

  Annað áhugavert efni

  Nýjast á Mannlíf.is

  Nýjast á Gestgjafanum