Ljúfar og laglegar á lausu

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Margar glæsilegar og áberandi athafnakonur landsins eru á lausu. Sumar þeirra eru nýlega hættar í sambandi en aðrar hafa verið lengur einhleypar. Séð og Heyrt fjallar hér um nokkrar þeirra.

 

Ingibjörg
Mynd / Facebook

Ingibjörg Ragnheiður Egilsdóttir (35)

Ingibjörg, fyrirsæta og samfélagsmiðlastjarna, varð í öðru sæti í Ungfrú Ísland árið 2008 og komst síðan í fimmtán manna úrslit í Miss Universe.
Ingibjörg er nýlega skilin við Einar Egilsson tónlistarmann sem búsettur er í Los Angeles í Bandaríkjunum. Ingibjörg býr hins vegar í Garðabæ ásamt syni sínum sem hún á með Þorsteini M. Jónssyni, fyrrum forstjóra Vífilfells, sem ávallt er kallaður Steini í Kók.

Anna Lilja
Mynd / Facebook

Anna Lilja Johansen (39)

Anna Lilja tók þátt í Ungfrú Ísland árið 2002 og var valin ljósmyndafyrirsæta keppninnar. Hún hefur lokið mastersprófi í fjármálum og stofnað fatahönnunarmerki á borð við Another Creation.
Anna Lilja er nýlega skilin við Grím Alfreð Garðarsson, einn eigenda Best Seller-tískufataveldisins. Anna Lilja er einnig búsett í Garðabæ með börnum sínum, en hún á sama barnsföður og Ingibjörg, á dóttur með Steina í Kók. Brúðkaup þeirra vakti mikla athygli á sínum tíma, enda ekkert til sparað og glæsilegt í alla staði. Athöfnin fór fram í Hallgrímskirkju og veislan í Súlnasal Hótel Sögu. Seinna bjó Anna Lilja með Vilhjálmi H. Vilhjálmssyni hæstaréttarlögmanni og þau eiga saman son.

Helga
Mynd / Facebook

Helga Árnadóttir (47)

Helga Árnadóttir athafnakona er ein af glæsilegri og smekklegri konum landsins, en fjölskylda hennar rak á sínum tíma verslunina Sonju, svo tók Vero Moda-verslun við og síðan Best Seller-tískufataveldið.
Innlit var á heimili Helgu í Morgunblaðinu nýlega, en hún býr í miðbæ Reykjavíkur í glæsilegu húsi með tveimur börnum sínum sem hún á með fyrrum eiginmanni sínum, Grími Alfreð Garðarssyni.

Kristín Ýr
Mynd / Aton.JL

Kristín Ýr Gunnarsdóttir (36)

Kristín Ýr er ráðgjafi hjá samskiptafélaginu Aton.JL og fyrrum fréttamaður á Stöð 2. Kristín er með diplómagráðu í kvikmyndagerð og hefur stundað fjarnám við Háskólann á Bifröst í almannatengslum og miðlun.
Kristín Ýr hljóp 100 km í byrjun árs til að safna stuðningi fyrir Einstök börn og til að minna á dag sjaldgæfra sjúkdóma. Dóttir Kristínar Ýrar greindist með sjaldgæft heilkenni, Willams, og hefur Kristín Ýr sagt sögu þeirra mæðgna í viðtölum. Kristín Ýr býr með dætrum sínum í Fossvoginum.

Sigga Dögg
Mynd / Hákon Davíð Björnsson

Sigríður Dögg Arnardóttir (37)

Sigríður Dögg, eða Sigga Dögg kynfræðingur, hefur komið með ferska „ekkert kjaftæði“-umfjöllun í kynfræðslu bæði fyrir unga og aldna. Hún er vinsæll fyrirlesari þar sem meginumfjöllunarefnið er kynlíf, hefur gefið út bækur og er dugleg að miðla reynslu og ráðum á samfélagsmiðlum. Sigga Dögg er með BA-próf í sálfræði og meistaragráðu í kynfræði (sexology) frá Curtin-háskóla í Vestur-Ástralíu.
Sigga Dögg býr í Reykjanesbæ ásamt dóttur sinni og tveimur sonum.

- Auglýsing -

Athugasemdir

Lestu meira