„Lögfræði, þá þurfti ég ekki að kunna neitt. Fagið valdi mig“

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Vilhjálmur Hans Vilhjálmsson hæstaréttarlögmaður var yfirheyrður í Brennslunni á FM957 í morgun í dagskrárliðnum Yfirheyrslan.

„Áhuginn var bara víða,“ sagði Villi þegar rifjað var upp að hann spilaði fótbolta með yngri landsliðum og Þrótti, Fram og Víkingi í efstu deild. „Hvenær varstu búinn að læra lögfræðina, var það bara svona í fótboltanum,“ spurði Rikki G. „Ég var að dúlla mér við það innan um og saman við,“ sagði Villi um námið.

Villi var líka að garfa í stúdentapólitíkinni og segist hafa tekið sér góðan tíma í lögfræðinámið, og segir hann að lögfræðin hafi valið sig. Vilhjálmur segist hafa flutt um það bil þúsund mál fyrir rétti.

„Ég var ekkert sérstaklega sleipur námsmaður, var slakur í stærðfræðinni. Ég útskrifaðist t.d. með 1 og 1 í ólesinni og lesinni stærðfræði. Ég var í Versló og betri í kjaftafögunum. Ég beitti eiginlega útilokunaraðferðinni þegar ég ákvað að fara í lögfræðina. Ef ég ætlaði í læknisfræðina þurfti ég að hafa einhvern grunn, ef ég ætlaði í viðskiptafræðina þurfti ég að hafa einhvern grunn, sama með verkfræði. Lögfræði, þá þurfti ég ekki að kunna neitt. Þannig að fagið valdi mig,“ segir Vilhjálmur.

Vilhjálmur Hans Vilhjálmsson

„Ég hef aldrei séð James Bond dansa,“ svarar Villi aðspurður um hvaða dans sé hans „signature“ dans á dansgólfinu.  Villi myndi velja Tom Hardy til að leika sig í kvikmynd, „en aðrir myndu líklega velja Danny Devito.“

Tom Hardy hefur leikið margvísleg hlutverk og ætti ekki að vera í vandræðum með að túlka Villa Vill.

Villi segist aðeins vera korter að hafa sig til á morgnana, en hann vekur ávallt athygli fyrir smekklegan og dýran klæðaburð. Hann segist eiga um hundrað gleraugu og þá er verið að tala um sólgleraugu og venjuleg gleraugu enda er hann með styrkleika í þeim öllum.

Eftir tuttugu ár ætlar Villi sér að búa í Napolí enda fer hann þangað oft á ári. „Ég hef oft velt því fyrir mér af hverju ég ætti að vera vakna í Garðabænum ef ég get vaknað í Napolí,“ segir Villi, sem segist einnig sleipur í ítölskunni.

Það sem kveikir í Villa er góður húmor og kaldhæðni, aðgerðarleysi er það sem kveikir ekki í honum. Aðspurður um hvort hann sé harðasti lögmaður landsins svarar Villi neitandi og segir það vera Óttar Pálsson, skólabróður hans úr Verzló, sem í dag er lögmaður og einn eigenda Logos.

Innslagið má hlusta á í heild sinni hér. 

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 
- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira

Nýtt í dag

Í fréttum er þetta helst...

Mest lesið í vikunni

- Auglýsing -