Lúðurinn: Brandenburg með flestar tilnefningar sjöunda árið í röð

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Auglýsingastofan Brandenburg hlaut flestar tilnefningar til Íslensku auglýsingaverðlaunanna, Lúðursins, sjöunda árið í röð eða alls 25 tilnefningar og hafa þær aldrei verið fleiri í sögu Lúðursins.

„Við erum í skýjunum með árangurinn og ekki síst það að svo margir viðskiptavina okkar hljóti tilnefningu. Eins og síðasta ár hefur þetta verið snúið og óvenjulegt ár í markaðslegu samhengi. Við höfum alltaf lagt áherslu á árangursdrifnar hugmyndir enda sýna rannsóknir að hugmyndaauðgi er besta leiðin til árangurs,“ segir Ragnar Gunnarsson, framkvæmdastjóri Brandenburgar.

Næst kemur ENNEMM með 11 tilnefningar, Hvíta húsið með 9 og svo Kontor og Pipar\TBWA með 5.

Það eru ÍMARK, sam­tök ís­lensks markaðsfólks, í sam­ráði við Sam­band ís­lenskra aug­lýs­inga­stofa (SÍA), sem standa að verðlaun­un­um, sem verða veitt þann 16. apríl.

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 
- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira

Afhendingu BAFTA-verðlaunanna frestað

Hinni árlegu afhendingarhátíð BAFTA-sjónvarpsverðlaunanna, verðlaunum bresku kvikmyndaakademíunnar fyrir sjónvarpsefni, sem átti að fara fram 17. maí, hefur...

Nýtt í dag

Í fréttum er þetta helst...

Mest lesið í vikunni

- Auglýsing -