• Orðrómur

Lyfjaprinsinn giftist í hvítum smóking – Sjáðu myndirnar úr glæsiveislunni

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Róbert Wessman, athafnamaður og forstjóri Alvogen og Alvotech, og hin rússneska Ksenia Vladimirovna Shakhmanova, módel, stýrifræðingur og sjónvarpskona, gengu í það heilaga á dögunum. Brúðkaupið, sem var hið glæsilegasta, fór fram í Frakklandi. Þegar athafnamenn gifta sig dugar ekkert annað en það besta en fengu þau hjónin einn virtasta og frægasta blómaskreytingamann heims til að skreyta í brúðkaupinu, hinn franska Jean Char­les Veneck.

Sjá einnig: Róbert Wessman giftir sig í Frakklandi – Gestir sóttir á einkaþotum

Róbert klæddist hvítum smóking en Ksenia hvítum blúndukjól með hvítu slöri og var það mál manna að þau hefðu verið hin glæsilegustu. Fjöldi Íslendinga sótti brúðkaupið en meðal þeirra voru Samskipsfólkið Auður Ein­ars­dótt­ir og Ásbjörn Gísla­son, Bjarki Diego, lögmaður ásamt konu sinni, Svanhvíti Birnu Hrólfsdóttur og Einar Bárðason, umboðsmaður Íslands. Einkaþotu var flogið eftir gestunum, nema hvað. Skemmtiatriðin voru ekki af verri endanum enda athafnamenn ekki þekktir fyrir léleg skemmtiatriði í veislum sínum en meðal annarra var það söngvari Kaleo, Jökull Júlíusson sem koma þar fram. Ekki er vitað til þess að 50 Cent eða John Cleese hafi stigið á svið.

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -