Magnaður árangur CrossFitdrottninganna – Sjáðu myndbandið

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Einstakur árangur íslenskra kvenna í CrossFit íþróttinni er umfjöllunarefni myndbands sem CrossFit samtökin birtu í gær á Instagram. Dætur Íslands, þær Annie Mist Þórisdóttir, Katrín Tanja Davíðsdóttir og Sara Sigmundsdóttir koma fram í myndbandinu sem tekið var fyrir nokkrum árum.

„Það er auðvelt að taka ekki eftir Íslandi á landakorti heimsins. En á landakorti CrossFit heimsins er það risastórt. Af einhverri ástæðu er fólkið sem kallar þetta litla land heimili sitt í hörkuformi,” segir í upphafi myndbandsins.

Annie Mist, Katrín Tanja og Sara hafa verið á toppnum í CrossFit heiminum í mörg ár og komist ítrekað á verðlaunapall á heimsleikunum. Annie Mist var hraustasta kona heims 2011 og 2012, og var í öðru sæti 2010 og 2014, og í þriðja sæti 2017. Árin 2013 og 2015 keppti hún ekki. Katrín Tanja var hraustasta kona heims 2015 og 2016.  Sara var í 3. sæti 2015 og 2016.

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 
- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira

Nýtt í dag

Í fréttum er þetta helst...

Mest lesið í vikunni

- Auglýsing -