• Orðrómur

Magnús um umtalaða auglýsingu Nova: „Jákvæð og ögrandi auglýsing“

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Magnús Árnason, framkvæmdastjóri stafrænnar þróunar hjá NOVA er þriðji gesturinn í hlaðvarpi Einars Bárðarsonar, Öll trixin. Hlaðvarpið Öll trixin er hlaðvarp um íslenskt tónlistarlíf, allt um tónlistarbransann með tómat, sinnep og steiktum eins og Einar kynnir sjálfur í upphafi.

„Íslenska skiptir okkur miklu máli og við viljum skilgreina okkur og trúum því að við séum einn af bakhjörlum íslenskrar tónlistar. Við leggjum okkur fram við það og höfum verið með tónleikaseríur og viðburði og allt drifið áfram með íslenskri tónlist,“ segir Magnús.

- Auglýsing -

Auglýsing NOVA Allir með úr, vakti mikla athygli og segir Magnús að þurft hafi að finna tónlist sem passaði fyrir breiðan aldurshóp og næði athygli á nokkrum sekúndum. Lendingin var erlent lag. „Textinn má ekki skemma heldur frekar styðja við. Þetta er jákvæð og ögrandi auglýsing. Lagið verður að liggja fyrir fyrir fyrsta klipp eftir tökur. Þegar komið er ákveðið langt í framleiðsluferlinu, þá verður lagið að vera á hreinu. Þetta gerist gríðarlega hratt; bara dagar og upp í vikur, allt ferlið.“

Nova – Allir úr (uncensored) from Thora Hilmars on Vimeo.

- Auglýsing -

Skapandi greinar rauði þráðurinn 

Magnús Árnason er einn áhrifamesti og farsælasti markaðsmaður landsins. Eins og hann segir sjálfur frá hafa skapandi greinar, og þá ekki síst tónlist, alltaf verið rauður þráður í allri hans vinnu. Magnús er fyrrum stjórnarmaður ÍMARK, Samtaka íslensks markaðsfólks. Hann var formaður dómnefndar Lúðursins sem eru verðlaun samtakanna en NOVA var kosið markaðsfyrirtæki ársins á síðasta ári.

Einar og Magnús ræða um notkun á tónlist í markaðsstarfi. Í samtalinu kemur fram að upplifun alltof margra í auglýsingageiranum er að það sé minna mál að ná í og semja um rétt mjög þekktra erlendra laga heldur en að reyna að semja um um slíka notkun á íslenskum þekktum lögum. Þetta sé þróun sem marga í tónlistargeiranum langar að sjá batna – en hvað þarf að koma til?

- Auglýsing -

Finna þarf betri farveg í íslenskri tónlist

Magnús segir einnig að það sé tæknilega auðveldara, aðgengilegra og fyrirsjáanlegra að útvega og tryggja réttindi á þekktum erlendum lögum í auglýsingar á Íslandi en að leita fanga hér heima. Það sé þróun sem sé ekki góð og innlendi markaðurinn þurfi að skoða þetta ferli og sjá hvort það sé ekki hægt að finna þessum fyrirspurnum betri farveg. Flestir kaupendur vilji skoða pörun við góð íslensk lög en þegar kemur að samningum og frágangi þá taki þau of langan tíma. Það sé búið að forma betur alþjóðlega umhverfið þótt það sé að lagast hér á landi. Það sé of ófyrirsjáanlegt og stundum gangi samningsdrög til baka á síðustu stundu.

Einar sem er sjálfur dægurlagahöfundur hefur samið lög sem notuð hafi verið í auglýsingar og samtal þeirra Magnúsar dregur fram ýmsa gagnlega og skemmtilega fleti á þessum þætti markaðsstarfs.

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 
- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira

Spánverjar kunna að njóta lífsins

Snæfríður Ingadóttir, blaðamaður og ferðabókahöfundur, hefur iðulega leyft ævintýraþránni að ráða þegar kemur að ferðalögum og búsetuskiptum....

Gríma og Skúli eiga von á öðru barni

Gríma Björg Thor­ar­en­sen, inn­an­húss­hönnuður, og Skúli Mo­gensen, fyrr­ver­andi for­stjóri WOW Air, eiga von á barni í september.„Litli...

Nýtt í dag

Í fréttum er þetta helst...

Mest lesið í vikunni

- Auglýsing -