2019 | Birtingur útgáfufélag ehf | k.t. 620867-0129 | VSK.nr 11788 | Síðumúla 28 | Allur réttur áskilinn. Notkun á efni miðilsins er óheimil án samþykkis.

  Mamma þarf að djamma: Sjáðu frábæra túlkun Öddu Rutar

  Lag Baggalútsmanna Mamma þarf að djamma kom út árið 2013, þar lagði Jóhanna Guðrún Jónsdóttir söngkona strákunum lið.

   

  Lagið féll í kramið hjá íslensku þjóðinni og er djammkántríslagarinn iðulega spilaður þegar mömmur (og/eða aðrir) þurfa að djamma.

  Baggalútur býður nú annað árið í röð upp á táknmálstúlkun á jólatónleikum sínum og er það hópurinn Hraðar hendur sem sér um túlkunina.

  Ein þeirra er Ástbjörg Rut Jónsdóttir sem fer gjörsamlega á kostum í nýju myndbandi við lagið. Adda Rut er menntaður táknmálstúlkur og að auki með BA gráðu í leiklist, frá Listaháskóla Íslands og hefur að mestu unnið við leikstjórn og leiklistarkennslu, auk táknmálstúlkunar leiksýninga og tónlistar.

  AUGLÝSING


  Mamma þarf að djamma á táknmáli. Baggalútur og Hraðar hendur. from Félag heyrnarlausra on Vimeo.

  HRAÐAR HENDUR er hópur listrænna táknmálstúlka og leikhúsfólks, sem sérhæfir sig í táknmálsflutningi leiklistar og tónlistar og vinna ötult starf við að þróa listformið, kanna mörk þess og möguleika. Að Hröðum höndum standa auk Öddu Rutar, þær Ingibjörg Gissunn Jónsdóttir, Lilja Kristín Magnúsdóttir, Margrét Auður Jóhannesdóttir og Sigrún Edda Theodórsdóttir, sem eru allar menntaðir táknmálstúlkar og hafa flestar starfað sem slíkir í fjölda ára, eins og segir á Facebook-síðu hópsins.

  Síðan 2004 hefur hópurinn unnið saman að því að þróa aðferðir og sérhæfa sig í táknmálstúlkun listviðburða af ýmsu tagi af íslensku yfir á íslenskt táknmál, þá sérstaklega skuggatúlkun í leikhúsi. Hjá Hröðum höndum er lagður mikill metnaður í öll verkefni sem hópurinn tekur sér fyrir hendur, þar sem lögð er áhersla á gott samstarf táknmálstúlka, listamanna og framkvæmdaraðila listviðburða. Þannig er hægt að tryggja að listrænt gildi viðburðarins haldi sér og að táknmáls- flutningurinn auðgi upplifun allra áhorfenda, hvort sem þeir eru heyrandi eða heyrnarlausir.

  Lestu meira

  Annað áhugavert efni

  Nýjast á Mannlíf.is

  Nýjast á Gestgjafanum