• Orðrómur

Maníuraunir orðnar að hljóðbók

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Kristinn Rúnar Kristinsson gaf bókina Maníuraunir út fyrir ári síðan. Í bókinni lýsir hann baráttu sinni við geðhvörf, en einnig fjallar hann um æskuna og drauminn um atvinnumennsku í íþróttum.

 

Með bókinni vildi Kristinn Rúnar varpa ljósi á hvernig sjúkdómurinn virkar, þar sem að hann segir að almenningur viti lítið um geðhvörf.

Síðan bókin kom út hefur Kristinn Rúnar verið spurður hvort að hljóðbók væri ekki væntanleg og nú er hún orðin að veruleika.

- Auglýsing -

„Þetta er búið að vera ótrúlega skemmtilegt en líka krefjandi ferli. Í raun og veru kom aldrei neitt annað til greina en að ég myndi sjálfur lesa inn mína sögu, annað hefði verið dálítið skrítið, að mínu mati allavega,“ segir Kristinn Rúnar, en bætir við að Arnar Jónsson hefði komið fyrstur til greina hefði hann farið þá leið.

„Þar sem ég er ekki lærður leikari og ekki einu sinni áhugaleikari, þá tók tíma að finna ryþmann við að leiklesa. Þetta mátti ekki vera of flatt og ekki heldur of ýkt. Það var ekki auðvelt að lesa inn 72.000 orða bók og auðvitað tekið í nokkrum törnum. Maður les ekkert mikið meira en klukkutíma af svona í einu, þá er maður bara búinn á því. Nákvæm lengd hljóðbókarinnar er 05:49:53.“

Frændurnir Kristinn Rúnar og Kristinn
Mynd / Facebook

- Auglýsing -

Kristinn frændi færði til S

Frændi Kristins Rúnars, Kristinn Sturluson hjá Stúdíó Sýrland hjálpaði Kristni Rúnari við útfærsluna og að finna taktinn og segir Kristinn Rúnar frænda sinn færan hljóðmann og klippara

„Eitt kvöldið sendi ég á hann eftir að hafa verið að prófarkahlusta allt efnið. Ég hafði lesið Boston inn sem Bolton og sagði við hann að ég þyrfti að koma aftur og lesa þetta inn. Hann sagði: „Nei, nei, þú þarft ekkert að koma. Ég tek bara s annars staðar frá og færi þetta til, það mun enginn taka eftir því.“ Alveg hreint magnaður.“

- Auglýsing -

Kristján Hafþórsson, vinur Kristins Rúnars, átti hugmyndina að bókinni og skrifaði formála hennar, og las hann inn. „Ótrúlega vel lesið inn af leikara Íslands og mjög skemmtilegt twist þessi byrjun á bókinni.“

Fanney Sigurðardóttir samdi síðan ljóð um Kristinn Rúnar og las það inn. „Mér þykir ótrúlega vænt um þetta ljóð og það kemur mjög vel út, enda Fanney algjör snillingur.“

Fanney, Kristinn Rúnar og Kristján Mynd / Facebook

Hljóðbókin, og einnig rafbók (Ebook), eru á Storytel, og verða eingöngu þar í boði.

Veistu meira um málið?

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 
- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira

Sigurjón og skyr slá í gegn í nýrri herferð

Sigurjón Kjartansson framleiðandi með meiru fer með aðalhlutverkið í nýrri auglýsingu bandaríska skyrframleiðandans Icelandic Provisions. Aug­lýs­ing­in er...

Nýtt í dag

Í fréttum er þetta helst...

Mest lesið í vikunni

- Auglýsing -