Hér fyrir neðan má sjá ljósmyndir sem teknar voru í Reykjavík á árabilinu 1973 til 1977 og eru birtar með góðfúslegu leyfi Lemúrsins. Myndirnar eru aðallega teknar í miðborginni. Eins og sést á sumum myndum hefur landslagið breyst mikið á meðan önnur kennileiti eru á sínum stað.
Eins og segir á Lemúrnum, þá voru myndirnar teknar á áratug Guðmundar og Geirfinnsmá. Þorskastríðið var í fullum gangi og þetta voru líka ár kvenréttindabaráttu en Kvennafrídagurinn fór fram 24. Október 1975. Þá fundaði Richard Nixon Bandaríkjaforseti árið 1973 með Georges Pompidou Frakklandsforseta á Kjarvalsstöðum árið 1973.
Mannlíf mælir með Lemúrnum en þar er hægt að finna fjölmargar áhugaverðar greinar.