Manuela Ósk býður mútur fyrir atkvæði

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Manuela Ósk Harðardóttir sem keppir í þáttunum Allir geta dansað ásamt dansaranum Jóni Eyþóri Gottskálkssyni brá á það ráð að múta áhorfendum þáttanna til að fá atkvæði.

 

Mbl.is greindi fyrst frá. Í story á Instagram býður hún hverjum þeim sem kýs hana og Jón Eyþór áfram í þættinum sem fram fer í kvöld 15% afslátt í versluninni Fitness sport. Afslátturinn gildir í viku og þurfa þeir sem vilja afsláttinn að sýna skjáskot um að þeir hafi valið parið áfram.

Skjáskot Instagram

Manuela Ósk er með um 53 þúsund fylgjendur á Instagram og því einhverjir sem gætu fallið fyrir þessu boði.

Allir geta dansað fer þannig fram að dómarar gefa pörunum einkunn og síðan kjósa áhorfendur sitt uppáhalds par. Símakosning ræður því miklu um örlög keppenda. Eitt par er sent heim í lok hvers þáttar og voru Manuela Ósk og Jón Eyþór annað af tveimur neðstu pörum síðasta þáttar.

- Auglýsing -

Athugasemdir

Lestu meira