2019 | Birtingur útgáfufélag ehf | k.t. 620867-0129 | VSK.nr 11788 | Síðumúla 28 | Allur réttur áskilinn. Notkun á efni miðilsins er óheimil án samþykkis.

  Margrét missti vinnuna og fékk COVID-19, svo gerðist þetta: „Tek allt til baka sem ég hef sagt um 2020“

  Margrét Gauja Magnúsdóttir, leiðsögumaður, kennari og fyrrum bæjarfulltrúi í Hafnarfirði, missti vinnuna sem hótelstjóri í Skaftafelli, þar sem hún hafði starfað í eitt og hálft ár.

   

  „Í fyrsta skipti í 30 ár mun ég vakna á morgun með ekkert hlutverk, engin verkefni, enga vinnu, ekkert. Það eina sem stendur í TD listanum mínum er: gera online yoga og labba 5 ferðir upp/niður stigann. Èg kann þetta ekki,” sagði Margrét á þeim tíma, ekki bjartsýn á framhaldið.

  Margrét greindist með COVID-19 í mars og var í einangrun í fjórar vikur. Og þrátt fyrir erfiðan tíma eru nú bjartari tímar framundan, því Margrét náði að ljúka meistaranámi í forystu og stjórnun með áherslu á mannauðsstjórnun og er komin með nýja vinnu.

  Margrét mun útskrifast frá Háskólanum á Bifröst í júní og hefja störf sem verkefnastjóri ungmennahússins Hamarinn í Hafnarfirði 1. ágúst.

  AUGLÝSING


  „Ég tek allt til baka sem ég hef sagt um 2020. Ég endurfjármagnaði húsið mitt og keypti mér jeppa og við hjónin erum bæði opinberir starfsmenn.”

  „Á tímabili fannst mér 2020 stefna í að verða ekkert svo meiriháttar ár en ég held að þetta sé að snúast uppí að verða með þeim betri. Að veikjast svona lengi af Covid-19 hefur kennt mér margt sem mun nýtast mér til framtíðar,“ segir Margrét í færslu á Facebook.

  „Ég náði, með aðstoð dásamlegra samnemanda og eiginmanns, að ljúka meistaranámi mínu við Háskólann á Bifröst og útskrifast í júní. Svo gerðist þetta áðan og mun ég hefja störf 1.ágúst. Já krakkar, mamma er komin aftur heim og hún gæti ekki verið hamingjusamari. Er ekki lífið stundum fyndið?“

  Lestu meira

  Annað áhugavert efni

  Nýjast á Mannlíf.is

  Nýjast á Gestgjafanum