Marie söngkona Roxette látin

Deila

- Auglýsing -

Marie Fredriksson, söngkona sænsku hljómsveitarinnar Roxette, er látin, 61 árs að aldri.

 

Roxette, sem stofnuð var árið 1986, átti hvern smellinn á fætur öðrum á níunda og tíunda áratugnum. Hljómsveitin er ein þeirra sænsku hljómsveita sem hafa náð mestum vinsældum á heimsvísu.

Sænskir fjölmiðlar greina frá því að Fredriksson hafi látist í  gærmorgun eftir margra ára baráttu við sjúkdóm. Árið 2002 var greitn frá því að Frediksson hafi greinst með heilaæxli.

Árið 2009 byrjaði Fredriksson aftur að koma fram með Roxette, en hún gaf einnig út nokkrar sólóplötur á ferli sínum.

Hér fyrir neðan má sjá nokkur af þekktustu lögum Roxette.

- Advertisement -

Athugasemdir