Ebba Guðný Guðmundsdóttir, matargyðja, og eiginmaður hennar, Hafþór Hafliðason, keyptu nýlega Sigvaldahús Styrmis Þórs Bragasonar, eiganda Arctic Adventure og fyrrum forstjóra MP banka við Sigluvog.
Séð og Heyrt greindi frá því þegar Ebba Guðný og Hafþór settu íbúð sína við Rauðalæk á sölu. Og sömuleiðis að Styrmir Þór hefði sett einbýlishús sitt á sölu.
Sjá einnig: Matargyðjan selur Laugarneshæðina
Húsið við Sigluvog og innréttingar þess eru hannaðar af Sigvalda Thordarsyni, og hefur verið vandað til viðhalds og endurbóta hússins með tilliti til upprunalegrar hönnunar hússins. Húsið býður upp á mikla möguleika eins og sjá má á myndum og mun að öllum líkindum fara vel um fjölskylduna þar. Séð og Heyrt bíður eftir að sjá hvaða töfra Ebba Guðný mun framreiða í nýja eldhúsinu.
Sjá einnig: Styrmir selur Sigvaldaperluna