Mínus stigu á svið og rifjuðu upp gamla takta: „Orð fá ekki lýst hvað þetta var gaman“

Deila

- Auglýsing -

Pönkrokksveitin Mínus sigraði Músíktilraunir árið 1999, og átti miklum vinsældum að fagna hér heima og erlendis þar til hún hætti árið 2012.

 

Það var því gleðiefni fyrir vini og aðdáendur strákana þegar sveitin steig á svið í gær og tók nokkur vel valin lög í fertugsafmæli trommarans Bjössa.

Mínus skipuðu Krummi Björgvinsson söngur, Bjarni Sigurðarson gítar og Björn Stefánsson trommur frá 1998-2012,  Frosti Logason gítar (1998-2007), Þröstur Jónsson bassi (2002-2007), Sigurður Oddsson bassi (2007-2012) og Ívar Snorrason gítar (1998-2007).

Fimm fyrsttöldu stigu á svið í gær við mikinn fögnuð afmælisgesta.

„Orð fá ekki lýst hvað þetta var gaman. Takk fyrir mig elsku bræður!,“ segir Krummi í færslu á Facebook þar sem hann deilir myndbandi frá gærkvöldinu.

Frosti segir ekki hægt að lýsa tilfinningunni. „Í kvöld vaknaði upp af værum blundi gamall draugur þegar hljómsveitin Mínus steig á svið í fertugs afmæli Bjössa vinar míns.
Það er í raun ekki hægt að lýsa tilfinningunni með orðum en mikið rosalega þykir mér vænt um þessa fóstbræður mína og allar þær stundir sem við áttum saman á einstöku tímabili lífs okkar allra. Takk fyrir mig og innilega til hamingju með daginn.“

- Advertisement -

Athugasemdir