• Orðrómur

MOM air á uppboð – Langar þig að eignast „flugfélag“?

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Í dag, 17. maí, 2021, mun gjörningalistaverkið MOM air fara á uppboð hjá Gallerí Fold. Þetta er í fyrsta skipti sem Gallerí Fold setur gjörningalist á söluskrá og að öllum líkindum fyrsta sinn sem listaverk af þessu tagi er selt á heimsvísu. Af þeim orsökum er verðmat skráð óþekkt.

Mikla athygli vakti í byrjun nóvember í fyrra þegar listamaðurinn Odee, Oddur Eysteinn Friðriksson, tilkynnti að hann hygðist stofna flugfélagið MOM air. Fjölmiðlar innlendir og erlendir sýndu fyrirtækinu mikinn áhuga, enda þörf á lággjaldaflugfélagi. Oddur fór í fjölda viðtala og tók ítrekað fram að um væri að ræða alvöru flugfélag, ekki grín. Heimasíða var útbúin og auglýst eftir starfsfólki. Og bent var á augljós líkindi með hinu sáluga WOW air. Undir lok nóvember sendi Oddur frá sér tilkynningu þar sem hann greindi frá því að flug­fé­lagið væri ekki raun­veru­legt fyr­ir­tæki held­ur loka­verk­efni hans í mynd­list við Lista­há­skóla Íslands og það væri nú til sýn­is.

Og nú getur áhugasamur eignast gjörningalistaverkið á uppboði Gallerí Fold.

- Auglýsing -

Mynd / Odee

Eignarhald gjörningsins verður skrásett með stafrænu upprunavottorði frá listamanninum, en þetta vottorð verður skrásett í gegn um fyrirtækið Verisart.
Nýr eigandi mun í þessu tilfelli eignast listaverkið MOM air, 2020 eftir Odee sem er bæði gjörninga og hugmyndalist (performance and concept art). Gjörningurinn hófst í nóvember 2020, og lifir enn í samfélagslegu rými.

Vottorðin skrásetjast á bálkakeðjuna (blockchain), sem er dreifð og tímaröðuð færsluskrá aðgengileg öllum og geymd í heild sinni stafrænt á netinu, sama aðferð og notuð er við rafmynt á borð við Bitcoin. Þessi tækni tryggir að ekki sé hægt að falsa vottorð, afrita eða breyta. Aðeins listamaðurinn sjálfur getur gefið út upprunavottorð. Eignarhald getur aðeins setið hjá einum einstaklingi/stofnun fyrir hvert vottorð. Vottorðið sýnir allar breytingar á eignarhaldi frá stofnun þess.

Veistu meira um málið?

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 
- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira

Sigurjón og skyr slá í gegn í nýrri herferð

Sigurjón Kjartansson framleiðandi með meiru fer með aðalhlutverkið í nýrri auglýsingu bandaríska skyrframleiðandans Icelandic Provisions. Aug­lýs­ing­in er...

Nýtt í dag

Í fréttum er þetta helst...

Mest lesið í vikunni

- Auglýsing -