Mosi frændi er ekki af baki dottinn

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Mosi frændi sendir nú frá sér aðra stúdíóplötu sína sem ber heitið Aðalfundurinn. Platan kemur út 20. janúar á Spotify og inniheldur tólf ný frumsamin lög. Innblástur þeirra er meðal annars sóttur í kafaraveiki, kynlíf, fundahöld og fíkniefni.

Mosi frændi er þekktur fyrir grípandi lög og líflega tónleika og á plötunni er þessari tilfinningu skilað til hlustenda. Öll lögin voru tekin upp í lifandi flutningi og aðeins minniháttar breytingar gerðar eftir á. Niðurstaðan er hress og hrá plata sem verður gefin út á rafrænum efnisveitum, auk þess að koma út í fimmtíu tölusettum eintökum á kassettu.

Fyrsta útgáfa Mosa frænda var einmitt kassetta þegar kassettur voru ennþá til á hverju heimili. Sú spóla, sem kallaðist Suzy Creamcheese for president, er eftirsóttur safngripur í dag, rétt eins og vínylsmáskífan með slagaranum Katla kalda sem sló í gegn sumarið 1988. Enn eru þeir að, gömlu mennirnir og láta sko ekki deigan síga.

 

 

- Auglýsing -
- Auglýsing -

Athugasemdir

Orðrómur

Forsíðuviðtal Mannlífs

Lestu meira

Hermann og Alexandra eignast son

Hermann Hreiðarsson, þjálfari og fyrrum atvinnumaður í fótbolta, og Alexandra Fanney Jóhannsdóttir, fyrrum flugfreyja hjá Icelandair, eignuðust...