Mynd dagsins: Heimavinna í öllum heimshlutum

Deila

- Auglýsing -

Á Facebook-síðu Utanríkisráðuneytisins má sjá skemmtilega mynd sem sýnir þá áskorun sem margir standa fyrir í samkomubanni, að færa vinnuna inn á heimilið.

 

Á samsettri mynd má sjá 12 heimaskrifstofur starfsmanna ráðuneytisins víða um heim, Reykjavík New York, Kaupmannahöfn og fleiri stöðum.

„Starfsmenn utanríkisþjónustunnar vinna nú margir að heiman vegna samkomu- og útgöngutakmarkana víða í tengslum við COVID-19 heimsfaraldurinn. Heimaskrifstofurnar eru fjölbreyttar, en það eru líka erindin sem við fáum frá Íslendingum sem flýta nú heimför vegna faraldursins.

Síðustu vikur hefur verkefnum borgaraþjónustu verið sinnt á vöktum í utanríkisráðuneytinu á Rauðarárstíg og sendiskrifstofum Íslands í þremur heimsálfum, frá Norður Ameríku yfir til Asíu.“

- Advertisement -

Athugasemdir