• Orðrómur

Natan Dagur ekki í lokaúrslitum

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Natan Dagur komst ekki áfram í lokaúrslit norska The Voice nú í kvöld. Natan Dagur sem flutti lagið Lost on You með Lewis Capaldi fékk ekki nógu mörg atkvæði í áhorfendakosningu til þess að verða annar af tveimur keppendunum sem berjast um endanlegan sigur. Norskir veðbankar töldu hann líklegastan til að sigra.

„Jæja kæru vinir og stuðningsmenn Natans, hann komst ekki í seinni hluta úrslitanna og hefur lokið þátttöku sinni í The Voice, hann náði markmiði sínu sem var að komast í úrslitin. Mig langar að þakka ykkur öllum fyrir að hafa tekið þátt í þessu ævintýri með okkur. Nú lokaðist þessi hurð en Natan er mjög spenntur að kíkja innum þá hurð sem nú opnast,“ segir Benedikt Viggósson, faðir Natans Dags, í færslu á Facebook.

Hér má sjá flutning Natan Dags í kvöld.

Veistu meira um málið?

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 
- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira

Nýtt í dag

Í fréttum er þetta helst...

Mest lesið í vikunni

- Auglýsing -