• Orðrómur

Netflix birtir aðra stiklu Kötlu

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Netflix birti í dag aðra stiklu úr þáttaröðinni Kötlu. Nýja stiklan er lengri en sú fyrsta sem kom út fyrir viku og gefur skýrari mynd af söguþræðinum og útliti þáttanna.

Sjá einnig: Netflix tilkynnir frumsýningardag Kötlu þátta Baltasars Kormáks: Sjáðu fyrstu stikluna

- Auglýsing -

Þessir tilfinningaþrungnu og dularfullu vísindaskáldsöguþættir eru úr smiðju leikstjórans Baltasars Kormáks og verða teknir til sýninga um allan heim 17. júní.

Þegar Katla hefur gosið samfellt í eitt ár er Gríma ennþá að leita að systur sinni sem hvarf daginn sem eldfjallið hóf að gjósa. Þegar von hennar um að finna lík systur sinnar fer dvínandi fara íbúar á svæðinu að fá heimsóknir frá óvæntum gestum. Kannski leynist eitthvað undir jöklinum sem enginn gat séð fyrir.

Þættirnir eru átta talsins og með hlutverk fara Guðrún Ýr Eyfjörð, Íris Tanja Flygenring, Ingvar Sigurðsson, Þorsteinn Bachmann, Sólveig Arnarsdóttir, Guðrún Gísladóttir, Baltasar Breki, Björn Thors, Haraldur Ari Stefánsson, Birgitta Birgisdóttir, Helga Braga Jónsdóttir, Björn Ingi Hilmarsson, Aldís Amah Hamilton, Hlynur Atli Harðarson og Svíarnir Aliette Opheim and Valter Skarsgård.

Veistu meira um málið?

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 
- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira

Nýtt í dag

Í fréttum er þetta helst...

Mest lesið í vikunni

- Auglýsing -