• Orðrómur

Nomadland sigurvegari BAFTA

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Kvikmyndin Nomadland var sigurvegari BAFTA verðlaunahátíðarinnar, sem fór fram um helgina í 74. sinn.

Nomadland hlaut hlaut fern verðlaun: besta kvikmyndin, Frances McDormand sem besta aðalleikkonan, Chloe Zhao sem besti leikstjóri og besta kvikmyndun. Myndin fékk sjö tilnefningar í heildina.

Sjá einnig: BAFTA slær sögulegt met: Aldrei fleiri konur tilnefndar fyrir bestu leikstjórn

- Auglýsing -

Chloe Zhao, leikstjóri Nomadland, er önnur konan í sögu BAFTA til að hljóta verðlaunin sem besti leikstjórinn, en 11 ár eru síðan Kathryn Bigelow vann þau fyrir the Hurt Locker.

Anthony Hopkins hlaut verðlaun sem besti leikarinn í aðalhlutverki fyrir The Father, 27 árum eftir að hann vann sín fyrstu BAFTA verðlaun. Hann er jafnframt sá elstu til að hljóta verðlaunin, en Hopkins er 83 ára. Hopkins áttaði sig á að hann hafði unnið þegar hann heyrði fagnaðarlæti frá nágrönnum sínum. „Ég sat heima að mála og heyri fagnaðarlæti í næsta herbergi. Ég hugsaði með mér hvað væri að gerast og hélt að þau væru að horfa á fótboltaleik. Síðan komu þau inn og sögðu mér að ég hefði unnið verðlaunin,“ sagði Hopkins.

Flestir vinningshafa horfðu á verðlaunin í beinni og gáfu þakkarræður sínar rafrænt, en verðlaunahátíðin sjálf fór fram í Royal Albert Hall í London án áhorfenda.

- Auglýsing -

Yuh-Jung Youn frá Suður-Kóreu vann verðlaunin sem besta leikkona í aðalhlutverki í Minari, og í þakkarræðu sinni sagði hin 73 ára gamla Youn að verðlaunin skiptu hana miklu máli þar sem Bretar væru snobbað fólk.

„Öll verðlaun skipta máli, en þessi sem koma frá bretum, sem þekktir eru sem snobbaðir einstaklingar, og viðurkenna mig sem góða leikkonu, þau skipta meira máli og ég finn fyrir miklu þakklæti.“

BAFTA tilnefningar í ár einkenndust af mikilli fjölbreytni og voru 21 sem fengu tilnefningu í fyrsta sinn og 16 af 24 í leikaraflokkunum komu frá þjóðarbrotum minnihlutahópa.

- Auglýsing -

Tilnefningar voru eftirfarandi, verðlaunahafi hvers flokks er sá fyrstnefndi.

Besta kvikmyndin
Nomadland
The Father
The Mauritanian
Promising Young Woman
The Trial Of The Chicago 7

Leikkona í aðalhlutverki
Frances Mcdormand, Nomadland
Bukky Bakray, Rocks
Radha Blank, The Forty-Year-Old Version
Vanessa Kirby, Pieces Of A Woman
Wunmi Mosaku, His House
Alfre Woodard, Clemency

Leikari í aðalhlutverki
Anthony Hopkins, The Father
Riz Ahmed, Sound Of Metal
Chadwick Boseman, Ma Rainey’s Black Bottom
Adarsh Gourav, The White Tiger
Mads Mikkelsen, Another Round
Tahar Rahim, The Mauritanian

Leikstjóri
Nomadland, Chloé Zhao
Another Round, Thomas Vinterberg
Babyteeth, Shannon Murphy
Minari, Lee Isaac Chung
Quo Vadis, Aida?, Jasmila Žbanić
Rocks, Sarah Gavron

Rísandi stjarna
Bukky Bakray
Conrad Khan
Kingsley Ben-Adir
Morfydd Clark
Sope Dirisu

Framúrskarandi bresk kvikmynd
Promising Young Woman
Calm With Horses
The Dig
The Father
His House
Limbo
The Mauritanian
Mogul Mowgli
Rocks
Saint Maud

Kvikmyndatónlist
Soul, Jon Batiste, Trent Reznor, Atticus Ross
Mank, Trent Reznor, Atticus Ross
Minari, Emile Mosseri
News Of The World, James Newton Howard
Promising Young Woman, Anthony Willis

Heimildamynd
My Octopus Teacher
Collective
David Attenborough: A Life On Our Planet
The Dissident
The Social Dilemma

Leikari í aukahlutverki
Daniel Kaluuya, Judas And The Black Messiah
Barry Keoghan, Calm With Horses
Alan Kim, Minari
Leslie Odom Jr., One Night In Miami
Clarke Peters, Da 5 Bloods
Paul Raci, Sound Of Metal

Frumsamið kvikmyndahandrit
Promising Young Woman, Emerald Fennell
Another Round, Tobias Lindholm, Thomas Vinterberg
Mank, Jack Fincher
Rocks, Theresa Ikoko, Claire Wilson
The Trial Of The Chicago 7, Aaron Sorkin

Leikkona í aukahlutverki
Yuh-Jung Youn, Minari
Niamh Algar, Calm With Horses
Kosar Ali, Rocks
Maria Bakalova, Borat Subsequent Moviefilm
Dominique Fishback, Judas And The Black Messiah
Ashley Madekwe, County Lines

Kvikmyndun
Nomadland, Joshua James Richards
Judas And The Black Messiah, Sean Bobbitt
Mank, Erik Messerschmidt
The Mauritanian, Alwin H. Küchler
News Of The World, Dariusz Wolski

Erlend kvikmynd
Another Round
Dear Comrades!
Les Misérables
Minari
Quo Vadis, Aida?

Teiknimynd
Soul
Onward
Wolfwalkers

Veistu meira um málið?

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 
- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira

Nýtt í dag

Í fréttum er þetta helst...

Mest lesið í vikunni

- Auglýsing -