Nýtt hlutverk Ölmu: „Hafa tekið þetta með teskeið hingað til“

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Alma Möller landlæknir hefur verið í framlínunni í rúmlega ár í kórónuveirufaraldrinum, og allir ættu að þekkja nafn og andlit Ölmu.

Fyrir viku fékk hún nýtt og persónulegra hlutverk, þegar fyrstu barnabörn hennar, tvíburasystur, fæddust.

Foreldrar þeirra eru Andrea Gestsdóttir og Jónas Már Torfason, sonur Ölmu og eiginmanns hennar, Torfa Fjalars Jónssonar, hjartalæknis.

Dæturnar hafa þegar fengið nöfn, Alma Jóhanna, og Vigdís Salka.

Í færslu á Facebook segir Jónas Már að dæturnar hafi flýtt sér í heiminn fyrir viku síðan. Fæddust þær með bráðakeisara eftir tæplega 31 vikna meðgöngu og dvelja því nú á vökudeild, og áframhaldandi vist þar framundan.

„Miðað við aldur og fyrri störf eru þær ótrúlega hraustar og braggast með hverjum degi,” segir Jónas og segir að Andreu, móðurinni, heilsist einnig vel.

„Andreu heilsast vel og hefur staðið sig með ólíkindum vel. Það hefur verið yndislegt að sjá hana í þessu nýja hlutverki og ég hlakka til að sjá þessar þrjár sterku konur í mínu lífi vaxa og dafna enn frekar. Áframhaldandi vist á vökudeild er framundan en þessar skottur hafa tekið þetta með teskeið hingað til.“

Við Andrea fengum tvær dásamlegar og gullfallegar stelpur með hraðsendingu síðasta þriðjudag og þær því vikugamlar í…

Posted by Jónas Már Torfason on Tuesday, March 23, 2021

 

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 
- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira

Nýtt í dag

Í fréttum er þetta helst...

Mest lesið í vikunni

- Auglýsing -