Nýtt úrræði Píeta fyrir aðstandendur þeirra sem glíma við sjálfsvígshugsanir eða stunda sjálfskaða

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Rotaryklúbburinn Reykjavík-Austurbær hefur undirritað samning við Píetasamtökin um styrk til að ýta úr vör nýju úrræði Píetasamtakakanna fyrir aðstandendur þeirra sem glíma við sjálfsvígshugsanir eða stunda sjálfskaða. 

„Píeta samtökin hafa vakið verðskuldaða athygli fyrir öflugt starf, hispurslausa orðræðu og þátttöku í vandasamri samfélagsumræðu um sjálfsvíg. Undanfarið hefur þörfin fyrir aðstoð Píeta aukist umtalsvert og vaxandi eftirspurn hefur verið eftir stuðningi við aðstandendur. Því ákvað Rotaryklúbburinn Reykjavík-Austurbær að stíga fram og bjóða Píetum fjárhagsaðstoð við að koma á laggirnar nýju úrræði fyrir aðstandendur,“ segir Sigríður Lillý Baldursdóttir forseti klúbbsins.

Um er að ræða lokaða stuðningshópa sem stýrt er af fagaðilum Píeta. Fyrsti hópurinn fór af stað um miðjan febrúar. Hann hittist aðra hverja viku og mun starfa áfram. Eftirspurn eftir stuðningi sem þessum við aðstandendur hefur verið mikil og verður hópavinnan því í boði að minnsta kosti fram á haustið 2021.

„Á þessum hópfundum verður faglegur stuðningur, forvarnir og fyrsta hjálp með fræðslu og jafningjastuðningi. Miðað er að því að vera m.a. með „bjargráð“, núvitund, fræðslu um málefnið og kynningu á þeim úrræðum sem í boði eru og leiðbeining um hvenær skuli nýta þau. Stuðningur við aðstandendur er brýnn og við erum að bregðast við augljósri þörf. Þessi stuðningur frá Rótarý er ómetanlegur,“ segir Kristín Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri Píeta.

Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á Hjálparsíma Rauða krossins, 1717, og netspjallið. Einnig er hægt að leita til Píeta samtakanna, þar síminn 552-2218 opinn allan sólarhringinn og vefsíðan www.pieta.is.

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 
- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira

Nýtt í dag

Í fréttum er þetta helst...

Mest lesið í vikunni

- Auglýsing -