2019 | Birtingur útgáfufélag ehf | k.t. 620867-0129 | VSK.nr 11788 | Síðumúla 28 | Allur réttur áskilinn. Notkun á efni miðilsins er óheimil án samþykkis.

  Öflug systkinaþrenna

  Systkinin Jón (57), tónlistarmaður og útvarpsmaður, Steingrímur Sævarr (54), almannatengill og fjölmiðlamaður, og Kristín (48) framkvæmdastjóri Ólafsbörn gera það öll gott, hvert á sínu sviði.

   

  Jón er einn þekktasti tónlistarmaður landsins, hann er einn stofnenda Bítlavinafélagsins og Sálarinnar hans Jóns míns, og einn frumherja Rásar 2, þar sem hann sér nú um þáttinn Sunnudagsmorgunn. Jón hefur samið fjölda laga sem náð hafa miklum vinsældum, samið tónlist fyrir sjónvarp og bíó, starfað sem tónlistarstjóri og fleira. Það finnst líklega engin tónlistartrappa sem Jón hefur ekki stigið og sett mark sitt á.

  Jón
  Mynd / skjáskot RÚV

  Steingrímur gerðist eigin herra eftir að hafa starfað um árabil sem fjölmiðlamaður fyrir helstu fjölmiðla landsins, og í dag býður hann upp á ýmsa fjölmiðlatengda ráðgjöf hjá fyrirtækinu Sævarr slf.

  AUGLÝSING


  Steingrímur
  Mynd / Heiða Helgadóttir

  Kristín lærði bæði viðskipti og lögfræði, en hefur frekar unnið að mannúðarmálum. Eftir stjórnarsetu hjá Solaris – hjálparsamtökum fyrir hælisleitendur og flóttafólk á Íslandi, aðstoðar hún nokkrar flóttafjölskyldur sem vinur þeirra. Í dag starfar hún sem framkvæmdastjóri Píeta-samtakanna sem bjóða upp á þjónustu fyrir fólk í sjálfsvígshættu og með sjálfskaðahegðun.

  Kristín
  Mynd / Facebook

  Lestu meira

  Annað áhugavert efni

  Nýjast á Mannlíf.is

  Nýjast á Gestgjafanum