2019 | Birtingur útgáfufélag ehf | k.t. 620867-0129 | VSK.nr 11788 | Síðumúla 28 | Allur réttur áskilinn. Notkun á efni miðilsins er óheimil án samþykkis.

  O´Learys breytist í Sport & Grill: „Ég elska vinnuna mína og er hér nánast öllum stundum“

  Sport & Grill er nýr veitingastaður í Smáralind á traustum grunni, en staðurinn opnaði í vikunni í Smáralind þar sem O´Learys var áður.

   

  En af hverju skiptir staðurinn um nafn? „Það var ljóst í byrjun árs að O´Learys keðjan úti var að fara í áttir sem við höfðum ekki áhuga á að fara í með þeim. Við höfum átt ágætt samstarf við þau og lært mikið af þeim og okkur þykir vænt um vini okkar þar og þetta er gert í mesta bróðerni við eigendur og stjórnendur. Þessi stefnubreyting hjá þeim er tilkomin í framhaldi af því að keðjan fékk nýja kjölfestueigendur í fyrra og þeir eru að marka ákveðna stefnu sem er spennandi fyrir þeirra markað en hugnast okkur síður hér, segir Elís Árnason aðaleigandi Sport & Grill í samtali við Mannlíf um breytingarnar.

  O´Learys er þrjátíu ára keðja sem rekin er víða um Norðurlöndin og Evrópu en keðjan er sænsk að uppruna og stofnuð í Stokkhólmi.

  Elís leggur áherslu á að rekstrarlega séu engar breytingar í gangi, félagið sem reki staðinn sé á sömu kennitölunni og nafnabreytingin sé eingöngu tilkomin vegna þessara áherslubreytinga erlendu keðjunnar. Elís hefur stundað veitingarekstur í Smáralind í 16 ár, fyrst undir nafni Adesso sem ennþá er vinsælt kaffi- og veitingahús í Smáralind og tvö ár eru liðin frá því O´Learys bættist við.

  AUGLÝSING


  Elli og hluti af starfsfólkinu.

  Ferillinn hófst norðan heiða

  „Ég er lærður matreiðslumeistari og kjötiðnaðarmaður og ég hef verið í framreiðslustörfum alla mína ævi. Bæði hér í Smáralind og svo fyrir norðan á Akureyri þar sem ég byrjaði ferilinn ef svo má segja á Hótel Kea, Sjallanum og Greifanum,“ segir Elís, sem jafnframt var í eigendahópi þeirra staða.

  „Ég elska vinnuna mína og fólk sem kemur hingað til okkar veit það að ég er hér nánast öllum stundum.“

  Matseðillinn óbreyttur

  Fastagestir staðarins þurfa ekki að hafa áhyggjur af að uppáhaldsréttir þeirra hverfi af seðli, því Sport & Grill heldur í megnið af matseðlinum. „Hlaðborðin og megnið af matseðlinum haldast óbreytt og nýi staðurinn heldur í allt sem O´Learys var að gera hér sem gestirnir okkar kunnu að meta. Grillaðir íslenskir nautahamborgarar, steikur, fajita og gómsætir eftirréttir,“ segir Elís. „Við erum að taka inn meira af ljúffengum salötum og svo aðeins að skjóta inn fleiri eftirréttum og það er tilhlökkun hjá okkur sýna gestunum okkar þetta.”

  Hádegishlaðborðin eru vinsæl meðal vinahópa.

  Hádegishlaðborðin hafa vakið mikla lukku hjá gestum staðarins. „Það hefur verið gríðarlega góð aðsókn hérna í hádeginu á miðvikudögum þar sem við bjóðum upp á alvöru íslenskar lambakótilettur með öllu eins og íslendingar elska. Þá höfum við líka verið með BBQ hlaðborð með kjúklingum og rifjum á fimmtudögum og svo er gríðarleg aðsókn hjá okkur í hádeginu á föstudögum þar sem við erum með nautakjöt í bernaise sósu og purusteik í brúnni sósu.”

  Heimavöllur fótboltaáhugamanna

  Fáir ef nokkrir staðir bjóða jafn góða aðstöðu fyrir þá sem vilja horfa á íþrótta kappleiki en í heildina eru þrjátíu og tveir stórir skjáir hja Sport & Grill og hægt að sýna marga leiki í einu og sinna þeim mjög vel.

  „Við segjum að við séum heimavöllur fjölskyldunnar því hér geta foreldrar komið með ungt fótbolta-, körfubolta-, og handboltaáhugafólk og notið þess að horfa á kappleikina með þeim í vönduðu umhverfi þar sem áherslan er jafnt á mat og drykk. Á sumum stöðum er áherslan öll á drykkina.

  Elli nær alltaf á staðnum

  Það sem gestir Ella hafa kunnað að meta er að hann er gríðarlega mikið sjálfur á staðnum og þeir sem þekkja til veitingahúsabransans vita að bestu staðirnir byggjast á því að eigendur komi sjálfir að daglegum störfum, starfi á gólfinu eins og sagt er.

  Elli vísar til borðs, þjónar og fer á grillið allt eftir því hvernig staðan er hverju sinni og það er sjaldan sem hann sést ekki í salnum í einu eða öðru hlutverki. „Mér finnst það skipta máli að fólki sjái og hitti þann sem á staðinn, hann er á svæðinu og tekur við ábendingum um það sem má gera betur og þakklæti þegar það á við. Það er klárlega þannig hér. Ef ég er ekki í vinnunni þá er ég í versta falli hérna á næsta borði að borða með krökkunum mínum sem elska að koma hingað með mér og borða og leika sér í tækjunum eða fylgjast með leik.“

   

  Lestu meira

  Annað áhugavert efni

  Nýjast á Mannlíf.is

  Nýjast á Gestgjafanum