Olga lést í sumar eftir harða baráttu við brjóstakrabbamein – Safnað fyrir fjölskylduna

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Ásta Árnadóttir og Guðlaug Jónsdóttir fyrrum landsliðskonur í fótbolta hafa síðustu ár staðið fyrir styrktarleikjum. Í ár munu þær styrkja eiginmann og börn Olgu Steinunnar Weywadt Stefánsdóttur. Styrktarmótið fer fram 28. desember í Egilshöll.

 

Olga lést í byrjun júlí, hún var 44 ára. Olga lætur eftir sig eiginmann og þrjú börn. Fjölskyldan bjó í Svíþjóð, en flutti heim til Íslands eftir að Olga greindist með brjóstakrabbamein árið 2013. Olga var opinber með sjúkdóm og birtist viðtal við hana í Vikunni árið 2017 og sýndi hún óhrædd örið eftir brjóstnámið á forsíðu blaðsins.

Olga Steinunn var á forsíðu 2. tölublaðs Vikunnar 2017.

- Auglýsing -

„Tilhugsunin um að missa brjóstið var mér í fyrstu mjög erfið,“ sagði Olga Steinunn forsíðuviðtali í 2. tbl. Vikunnar 2017 þar sem hún lýsti reynslu sinni af miklu æðruleysi. „Mér fannst ég hafa misst kvenleika. Brjóstin gera okkur að konum, skilja okkur frá karlmönnum. En þegar brjóstið var farið var ég í sjálfu sér bara fegin. Ánægð með að nú var meinið farið.“

Olga Steinunn Mynd / Heiðdís Guðbjörg Gunnarsdóttir

Eftir greininguna árið 2013 fór Olga Steinunn í lyfjameðferð, brjóstnám og geislameðferð. Hún greindist aftur með krabbamein árið 2015 og voru þá komin meinvörp í lifur, hrygg og mjöðm. Krabbameinið var ólæknandi og var því haldið lengi niðri með hormónameðferð og inndælingu lyfja á þriggja mánaða fresti.

- Auglýsing -

„Við tölum um dauðann og það að deyja og reynum svolítið að lifa lífinu eins og það er, þótt það geti verið ömurlegt og gott inni á milli,“ sagði Gísli Álfgeirsson eiginmaður Olgu í viðtali við Stöð 2. Sagði hann að þau Olga reyndu sitt besta í að ræða veikindin og dauðann við börnin sín þrjú.

Olga lék knattspyrnu, hún var í yngri flokkum með Val. Olga lék með nokkrum liðum í meistaraflokki hér á landi; Fram, Fjölni, KR, ÍBV, FH og HSH, á árunum 1993-2003, alls 71 leik og skoraði 25 mörk

Styrktarreikningur hefur verið opnaður og geta þeir sem vilja styrkja fjölskyldu Olgu lagt inn á hann. Margt smátt gerir eitt stórt.

- Auglýsing -

Reikningur: 0111-26-702209, kennitala 2209715979.

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 
- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira

Nýtt í dag

Í fréttum er þetta helst...

Mest lesið í vikunni

- Auglýsing -