Fimmtudagur 25. apríl, 2024
6.1 C
Reykjavik

Óli Popp samdi sígilt lag á 20 mínútum: Sparkaði í rass bankastjóra

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Ein af sígildum perlum íslenskrar dægutónlistar er Hafið og fjöllin eftir Ólaf Ragnarsson, Óla Popp, sem samdi lag og ljóð um Flateyri þar sem hann hefur búið öll sín fullorðinsár. Hafið og fjöllin er eitt af örfáum lögum sem Ólafur hefur samið. Frumútgáfan var með honum og Huldu, systur hans. Seinna tók Siggi Björns, trúbadorinn landskunni, lagið upp og gaf út á plötu. Helgi Björns hefur einnig flutt lagið og Fjallabræður. Þessi þjóðsöngur Flateyringa hefur farið víða. Ólafur er ánægður með allar útsetningarnar.  Hann er spurður um tilurð lagsins sem hann samdi fyrir rúmum 40 árum.

„Ég var að vinna í Kaupfélaginu hjá Gunnlaugi Finnssyni á Hvilft þegar lagið fæddist. Þetta var annaðhvort 1978 eða 1979. Þetta voru skrýtnir tímar þvi maður var oft fullur og man fátt nákvæmlega. Ég bjó í Oddahúsinu, neðst á Flateyri og samdi lagið á skammri stundu. Ég var bláedru og lagið kom eiginlega strax. Svo gerði ég það sem ég hef ekki gert fyrr eða síðar. Ég samdi textann strax á eftir laginu. Það tók mig kannski 20 mínútur að sem lag og texta. Ég var strax mjög ánægður með útkomuna,“ segir Óli.

Lagið er sannkallaður ástaróður til Flateyrar og Flateyringa. Ólafur er alinn upp í Stykkishólmi en kom ungur maður til Flateyrar og réði sig á sjó. Lengi var hann á togaranum Gylli. Hann segist strax hafa fallið fyrir staðnum og fólkinu. Hann var kominn heim og fann allt annað andrúmsloft en í gamla heimabænum.

Stykkishólmur er skrýtið  bæjarfélag

„Stykkishólmur er skrýtið  bæjarfélag. Þar var upplifði ég stéttarskiptingu og klofið samfélag, tvær fylkingar. Ég kunni aldrei mjög vel við  mig þar. Á Flateyri var allt annað uppi á teningnum Hér mætti maður á ball í Samkomuhúsinu og sparkaði kannski í rassgatið á bankastjóranum. Á mánudeginum var svo farið í sparisjóðinn til að slá lán. Þá var allt gleymt og grafið. í Hólminum var erfiðara með svona mál.“

Óli Popp  hefur alla tíð verið sanntrúaður kommúnisti og barist gegn yfirgangi auðvaldsins. Hann trúir því að auka megi jöfnuð en veit að Jósep Stalín gerði eitt og annað slæmt en annað gott. Það rifjast upp að Óli hafði samið grjótharðan söng gegn auðvaldinu og flutti lagið í Samkomuhúsinu á Flateyri að viðstöddum helstu þorpshöfðingjunum. Einhverjir töldu sig merkja frosin bros á andlitum hinna ríku. Ólafur hlær og segist hafa mátt allt á þessum árum.

„Menn kunnu alveg að meta þetta. þetta var ekki aðeins ádeila,  heldur líka húmor.  Þetta skildu menn á Flateyri og kunnu að taka þessu,“ segir hann.

- Auglýsing -

Ólafur hefur fengið ágæt stefgjöld víða af heimsbyggðinni, allar götur síðan hann samdi lagið góða um hafið og fjöllin. Það dugir þó ekki til framfærslu. Hann stundar sjóinn að sumrinu en lifir spart að vetrinum. Meðal annars bakar hann sitt eigið brauð. Og það er eins og með Krist forðum. Eitt brauð verður að 15 í meðhöndlun Ólafs.

„Með því að kaupa hráefni og baka sjálfur spara ég 400 krónur á hvert brauð ef miðað er við að kaupa það úti í búð. Á Bolludaginn tók ég mig til og bakaði mínar eigin bollur í fyrsta sinn. Ég fann uppskrift á Netinu og bakaði vatnsdeigsbollur sem heppnuðust svona helvíti vel, sko. Ég fékk 15 bollur út úr uppskriftinni. Hráefnið í þetta kostaði innan við 800 krónur. Ein bolla í Reykjavík kostar 570 krónur. Þannig að ég fékk aukalega 13 og hálfa bollu með því að  gera þetta sjálfur,“ segir Ólafur Ragnarsson, sem unir glaðir í þorpinu sem hann syngur svo fallega um.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -