„Opna nýja vefverslun fyrir Blush…vera ástfangin og hamingjusöm“

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Nýtt ár gefur tilefni til að líta yfir liðið ár, hvað var gott, hvað var slæmt og hvað mátti fara betur. Og skipuleggja árið sem er að byrja, setja sér markmið og jafnvel strengja áramótaheit. Séð og heyrt spurði Gerði um hvað hafi staðið upp úr 2019, hvað 2020 ber í skauti sér og hvort hún setti sér áramótaheiti eða markmið.

 

Gerður Arinbjarnardóttir, eigandi Blush

„Það sem stóð upp úr árið 2019 hjá mér var fjölskyldufrí á Tenerife, það var algjörlega æðislegt. Ég skil núna af hverju fólk fer þarna ár eftir ár,“ segir Gerður um árið 2019. Gerður opnaði einnig nýja Blush-verslun árið 2019. „Það var löngu tímabært að fara í stærra húsnæði og hafa allt á einum stað; lager, skrifstofu og búð.“

Aðspurð um hvort hún hafi strengt áramótaheit svarar hún að svo sé: „Koma á betri svefnrútínu hjá mér. Fara fyrr að sofa og vakna fyrr á morgnana.“

Markmið fyrir 2020 eru líka klár: „Opna nýja vefverslun fyrir Blush, fara í annað fjölskyldufrí, borða meira grænmeti, minnka kjötneyslu og vera ástfangin og hamingjusöm.“

- Auglýsing -

Athugasemdir

Lestu meira