Oprah kaupir af nágranna sínum Jeff Bridges

Deila

- Auglýsing -

Oprah Winfrey athafnakona keypti nýlega hús í Montecito í Santa Barbara í Kaliforníu af nágranna sínum Jeff Bridges. Fjallað er um söluna á vefsíðunni TopTenRealEstateDeals.

 

Oprah á fyrir að minnsta kosti sex hús og það nýjasta er eitt af þremur sem hún á í Montecito. Oprah á hús í Maui, Hawaii, Orcas Island, Washington og skíðakofa í Telluride í Colorado.

Oprah beið eftir að verðmiðinn á húsi Bridges lækkaði og tryggði sér síðan eignina fyrir 6,85 milljón dollara, sem er sama verð og Bridges og eiginkona hans, Susan Geston, borguðu fyrir hana árið 2014.

Mikil lofthæð er í húsinu.

Gengið er út í garð úr öllum herbergjum.

Húsið er 327 fm með tveimur svefnherbergjum og þremur baðherbergjum í spænskum stíl. Það var byggt árið 1919 og hvílir á 16 þúsund fm landi. Húsið hefur verið tekið í gegn í áranna rás, en gluggar, hurðir, gólf og fimm arnar eru upprunalegir. Eldhús og baðherbergi voru tekin í gegn í samræmi við kröfur samtímans. Eldhúsið er opið inn í stórt fjölskylduherbergi.

Arinn er í aðalsvefnherberginu.

Hér er pláss til að elda.

Mikil lofthæð, stórir gluggar og franskar hurðar einkenna húsið og hægt er að ganga úr öllum herbergjum út í garð. Aðal svefnherbergið er með arinn.

Ef Oprah heldur áfram að kaupa eignir í Montecito mætti jafnvel íhuga að breyta nafninu í Oprah þorpið.

Heildarlóðin.

Hér er hægt að hafa kósí á kvöldin.

Hér má dýfa sér.

Aldeilis kósí og krúttlegt.

Montecito er vinsælt hverfi í veturhluta Santa Barbara með stórkostlegu útsýni yfir Kynnahafið. Stór tré og mikill gróður einkenna hverfið, sem hefur náð sér að mestu eftir elda sem geisuðu í fyrra með þeim afleiðingum að mörg hús eyðilögðust.

- Advertisement -

Athugasemdir