2019 | Birtingur útgáfufélag ehf | k.t. 620867-0129 | VSK.nr 11788 | Síðumúla 28 | Allur réttur áskilinn. Notkun á efni miðilsins er óheimil án samþykkis.

  Óskarstyttan sem á heimili í Vesturbæ Reykjavíkur

  Hildur Guðnadóttir tónskáld var í nótt fyrsti Íslendingurinn til að fá Óskarsverðlaun. Líklega mun styttan þó ekki eiga heimili hér á landi því Hildur býr ásamt eiginmanni sínun og syni í Berlín í Þýskalandi.

   

  Það er hins vegar ein stytta sem á heimili hér á landi, nánar tiltekið í Vesturbænum í Reykjavík.

  Tékkneskur Óskarsverðlaunahafi

  Tékkneska tónlistarkonan Marketa Irglova var 19 ára þegar hún hlaut Óskarsverðlaun árið 2008 fyrir lagið Falling Slowly í írskri kvikmynd, Once. Marketa lék einnig annað aðalhlutverkið í myndinni. Á móti henni lék írski tónlistarmaðurinn Glen Hasard, sem einnig deildi verðlaununum eftirsóttu með Marketu.

  AUGLÝSING


  Marketa er yngsti einstaklingurinn sem hlotið hefur styttuna eftirsóttu, ef leikaraflokkarnir eru undanskildir.

  Lagið var einnig tilnefnt til Grammy-verðlauna, en hlaut þau ekki.

  Marketa kom hingað til lands árið 2010 og hélt tónleika, kynntist þá verðandi eiginmanni sínum í tengslum við tónlistina og flutti hingað til lands.

  Marketa býr á Sólvallagötu ásamt eiginmanni sínum, Sturlu Míó Þórissyni upptökustjóra og þremur börnum þeirra. Hjónin eiga einnig upptökustúdíó á Barðaströnd á Seltjarnarnesi.

  Lestu meira

  Annað áhugavert efni

  Nýjast á Mannlíf.is

  Nýjast á Gestgjafanum