Óttar og Mikael skrifa handrit fyrir erlendan Óskarsverðlaunahafa

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Íslenskir rithöfundar ráðnir til að skrifa nýja erlenda sjónvarpsseríu.

„Danir hafa framleitt margar af bestu sjónvarpsseríum síðustu ára. Það er því gaman þegar Danir leita til gömlu nýlendunnar eftir hjálp við gerð einnar slíkar,“ segir Óttar M. Norðfjörð, sem greinir frá því í nýjustu færslu sinni á Facebook að danskur Óskarsverðlaunahafi hafi ráðið þá Mikael Torfason til að skrifa nýja danska sjónvarpsseríu. Óttar þakkar það góðu gengi Brots, eða The Valhalla Murders, um víða veröld, en eins og kunnugt er skrifuðu þeir Mikael handrit þáttanna.

Í samtali við Séð og Heyrt segir Óttar að umræddur Óskarsverðlaunahafi sé enginn annar en danski kvikframleiðandinn og leikarinn Kim Magnusson sem hefur unnið til tveggja Óskarsverðluna fyrir myndir sínar og fimm sinnum verið tilnefndur. Magnusson er jafnframt formaður Dönsku kvikmyndaakademíunnar. Óttar er því að vonum fullur tilhlökkunar. „Við Mikki erum mjög spenntir fyrir þessu verkefni,“ segir hann glaðlega.

Fleiri koma þó að gerð handritsins en þriðji höfundurinn er þjóðverjinn Achim Von Borries, sem meðal annars skrifaði Goodbye Lenin og leikstýrði Babylon Berlin. „Sagan er öll að koma hjá okkur, sögusviðið er m.a. Grænland, og það er verið að ræða ýmsa þekkta leikara og leikstjóra, en ekkert hefur verið staðfest í þeim efnum, svo ég sleppi því að nefna það,“ segir Óttar, um framleiðsluna.

„Maður er ekki alveg dottinn í Baltasar Kormák hérna. En ég vona að ég geti fært ykkur fréttir af þessu spennandi verkefni á næstu mánuðum,“ bætir hann við hress í bragði.

- Auglýsing -
- Auglýsing -

Athugasemdir

Orðrómur

Forsíðuviðtal Mannlífs

Lestu meira

Agnes Joy framlag til Óskarsverðlauna 2021

Kvikmyndin Agnes Joy verður framlag Íslands til Óskarsverðlauna 2021, sem haldin verða í 93. sinn 25. apríl. Tilnefningar til verðlaunanna...