Páll Óskar lítur upp í ljós með Huldu og Ægi – Sjáðu myndbandið

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Páll Óskar Hjálmtýsson, tónlistarmaður, dansaði í dag með mæðginunum Huldu Björk Svansdóttur og Ægi. Dansinn og myndbandið er liður í átakinu Dansað fyrir Duchenne, sem Hulda Björk stendur fyrir til þess að vekja athygli á sjúkdómnum Duchenne sem er sjaldgæfur erfðasjúkdómur sem veldur ótímabærri hrörnun.

Í myndbandinu syngur Páll Óskar lagið Líttu upp í ljós við „playback“ lagsins. Í upphafi myndbandsins rifjar Hulda upp að mánuði eftir að Ægir var greindur með Duchenne árið 2016 þá fór hún á sýningu í heimabæ sínum, Höfn, þar sem Páll Óskar var að spila. „Mér leið mjög illa og var á erfiðum stað,“ segir Hulda. Á tónleikunum tók Páll Óskar lagið Líttu upp í ljós og segir Hulda að lagið hafi hitt hana beint í hjartastað og gefið henni von á þessum erfiða tíma.

„Takk Palli, þú verður alltaf í hjörtum okkar.“

I have a really special video for you guys today. One of Iceland´s biggest superstars joined us in dancing and raising…

Posted by Hulda Björk Svansdóttir on Friday, February 26, 2021 

 

Hulda Björk var í forsíðuviðtali Mannlífs árið 2019, sem lesa má í heild sinni hér:
Versta martröð hvers foreldris

Sjá einnig: Alma og Víðir dansa til styrktar góðu málefni – Sjáðu myndbandið

Sjá einnig: Sjáðu takta Söru Bjarkar á dansgólfinu – „Geggjað gaman“

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 
- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira

Nýtt í dag

Í fréttum er þetta helst...

Mest lesið í vikunni

- Auglýsing -