Pétur Örn var ekki ánægður með kynningarmyndband RÚV: „Ég ákvað að laga það örlítið og þetta er semsagt afraksturinn“

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Pétur Örn Guðmundsson tónlistarmaður bregður oft á leik á samfélagsmiðlum og í gær birti hann myndband þar sem hann er búinn að endurgera kynningarmyndband Söngvakeppni Sjónvarpsins.

 

„Vinir mínir í DIMMU eru að taka þátt í Eurovision og ég sá kynningarmyndband á netinu um daginn frá RÚV þar sem er verið að kynna hljómsveitina,“ segir Pétur Örn.

„Og ég var ekki alveg ánægður með það þannig að ég ákvað að laga það örlítið og þetta er semsagt afraksturinn.“

Ég lagaði aðeins kynningarmyndbandið fyrir ykkur Stefán Jakobsson, Silli Geirdal, Ingo H Geirdal og Egill Örn Rafnsson.

Posted by Pétur Örn Guðmundsson on Miðvikudagur, 22. janúar 2020

 

Í myndbandinu hljómar stef Dave Allen þáttanna undir í stað lags DIMMU, hljómsveitin hefur fengið nýtt nafn og trommarinn ekkert nafn, enda þurfa trommarar greinilega bara að vera sætir. Grín Péturs Arnar hefur fallið vel í kramið á Facebook og eru meðlimir DIMMU hæstánægðir með grínið. Samkvæmt öruggum heimildum hyggjast þeir þó ekki breyta framlagi sínu í keppninni eftir óskum Péturs Arnar.

Framlag DIMMU og annarra keppenda í Söngvakeppni sjónvarpsins í ár má finna á songvakeppnin.is.

- Auglýsing -

Athugasemdir

Lestu meira

Nína ekki ólétt

Nína Richter ljósmyndari og rithöfundur og fyrrum kvikmyndagagnrýnandi á RÚV leiðréttir fjölda hamingjuóska í færslu sinni á...

Tvíburar Hörpu Kára og Guðmundar nefndir

Harpa Káradóttir,  förðunarfræðingur og eigandi förðunarskólans Make-Up Studio,og Guðmundur Böðvar Guðjónsson, eru búin að gefa tvíburasonum sínum...

Zlatan með COVID-19

Sænski knattspyrnumaðurinn Zlatan Ibrahimovic leikmaður AC Milan hefur greinst með COVID-19, en félagið greinir frá í tilkynningu...