Peysa er fyrsta myndbandið af nýrri plötu Taylor Swift

Deila

- Auglýsing -

Í gær kom út áttunda stúdíóplata Taylor Swift, og jafnframt fyrsta myndband og lag plötunnar, Cardigan eða peysa. Lagið er eitt 16 laga plötunnar, og skrifaði Swift myndbandið og leikstýrir, en í því má sjá Swift ferðast um nýjar víddir í gegnum píanóið hennar.

 

Myndbandið hefst á því að Swift sest við píanóið í náttkjól í bústað við kósí arineld. Hún uppgötvar síðan að töfrar leynast í píanóinu og ferðast í skóg þar sem hún spilar við foss. En það er þó meira í vændum. Í lokin uppgötvar Swift gamla og of stóra notaða peysu á píanóstólnum sínum, sem hún vefur um sig og líður loks öruggri heima hjá sér.

Swift er þekkt fyrir að vera með fjölda skilaboða og vísbendingar í myndböndum sínum, sum betur falin en önnur.

Myndbandið endar á kreditlista þar sem Swift þakkar þeim sem komu að gerð þess. Hún þakkar einnig heilbrigðisstarfsfólki sem sá til þess að hún og aðrir sem komu að myndbandinu voru öruggir við töku þess í sóttkví.

Swift birti færslu á Twitter þar sem hún segir frá því sem gaf henni innblástur að plötunni og myndbandinu.

„Í einangrun þá hefur ímyndunarafl mitt fengið lausan tauminn og þessi plata er afraksturinn. Ég hef sagt þessar sögur eins vel og ég get með allri þeirri ást, undrun og duttlungum sem þau eiga skilið. Nú er komið að þér að koma þeim á framfæri.“

- Advertisement -

Athugasemdir