Phil Spector látinn

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Phil Spector, lagahöfundur og framleiðandi, er látinn, 81 árs að aldri.

Spector lést á laugardag vegna COVID-19 kórónuveirufaraldursins samkvæmt frétt TMZ, aðrir miðlar greina þó frá að banamein hans hafi verið af náttúrulegum orsökum. Í frétt TMZ segir að hann hafi verið fluttur á spítala fjórum vikum eftir greiningu í desember 2020, en eftir að hann náði bata var hann fluttur aftur í fangelsi þar sem hann afplánaði dóm frá 2009. Á laugardag átti hann síðan við öndunarerfiðleika að stríða og var fluttur aftur á spítala.

Spector hóf feril sinn í tónlistarbransanum ungur að árum og vann meðal annars lengi með Bítlunum og framleiddi síðustu plötu þeirra, Let it Be. Hann vann einnig með John Lennon í sólóferli hans, þar á meðal laginu Imagine. Með Ike og Tinu Turner vann hann meðal annars lagið River Deep Mountain High.

Wall of Sound tækni hans var vel þekkt í bransanum. Spector fékk síðan inngöngu í frægðarhöllina Rock and Roll Hall of Fame 1989.

Árið 2009 var Spector dæmdur í nítján ára fangelsi fyrir morðið á leikkonunni Lönu Clarkson 2003. Hittust þau á skemmtistað í Los Angeles og fóru saman að heimili Spector. Bílstjóri hans beið úti í bíl, um klukkustund síðar heyrði hann skothljóð og Spector kom út um bakdyr hús síns með byssu í hendi. Spector hélt fram sakleysi sínu við réttarhöldin og sagði Clarkson hafa látist af eigin völdum.

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 
- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira

Nýtt í dag

Í fréttum er þetta helst...

Mest lesið í vikunni

- Auglýsing -