Pink og dóttir hennar slá í gegn á TikTok: Sjaldan fellur eplið

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Söngkonan Pink er mætt á samfélagsmiðilinn TikTok og getur þakkað dóttur sinni, Willow Sage, níu ára, fyrir hreint frábæra innkomu.

Á mánudag deildi Pink myndbandi af dóttur sinni þar sem hún syngur lagið Cover Me in Sunshine. Myndbandið byrjar á spjalli á milli mæðgnanna. „Eða ég get sungið Cover Me in Sunshine,“ segir Willow og byrjar svo að syngja.

„Ok!,“ svarar Pink og byrjar síðan að hlæja.

@pinkofficial

Cover me in 🌞

♬ original sound – P!NK

Áhorfendur voru fljótir að taka við sér í athugasemdum og bentu á að dóttirin væri jafnt frábær og móðirin. „Yndisleg og svo hæfileikarík.“

Mæðgurnar komu fram saman í fyrra í þætti NBC sjónvarpsstöðvarinnar, The Disney Holiday Singalong, þar sem þær sungu saman lag Nat King Cole, The Christmas Song. 2019 tóku þær upp saman ábreiðu af laginu A Million Dreams fyrir plötuna The Greatest Showman: Reimagined, sem gefin var út til heiðurs vinsællar myndar Hugh Jackman. Einnig lék Willow í tónlistarmyndbandi fyrir lag móður sinnar, Just Like Fire.

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 
- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira

Nýtt í dag

Í fréttum er þetta helst...

Mest lesið í vikunni

- Auglýsing -